Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Spurning hvort að karlarnir hafi ekki gefist uppá henni??

Það gæti nú alveg verið séns að svo væri. Athyglissjúk glyðra sem að gerir allt til að fá umfjöllun. Svo víða hefur manneskjan "farið" að það hálfa hefði verið óþarfi. Hvernig stendur eiginlega á því að henni helst ekki karlmaður......hlýtur að vanta nokkra kafla í hana og að "forsíðan" standi ein og stök og ekkert innihald í henni. ( Svona allavega miðað við hvað pressan skrifar um hana)


mbl.is París uppgefin á karlmönnum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nóg komið að þessu roki, plís.

Ég er gjörsamlega komin með nóg af þessu sk%%aveðri.

Ég legg það til að við losum þetta sker okkar af hafsbotni, skellum í það dráttartaugar og látum allan bátaflota Íslendinga draga okkur suður um höf. Grin

Mundum við ekki til dæmis ekki sóma okkur vel sem 8. eyjan hjá Kanarýeyjum?  Við gætum kallað okkur Isla de Sol, eða sólareyjan.


mbl.is Fjölmörg útköll vegna foks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misnotkun valds

Sorglegt þegar að sjúkir einstaklingar vegna áfengis og vímuefna, fara í meðferð í von um hjálp o ná tökum á vandanum þurfa síðan í staðin að glíma við enn eitt áfallið í sínu lífi. Það verður forvitnilegt að sjá hvaða dóm maðurinn fær ef hann verður dæmdur sekur. Því að ef svo er, er þetta mjög alvarlegur glæpur gagnvart varnarlausum einstaklingum sem að sýndu manninum traust.


mbl.is Ákærður fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peninga-PLOKK

Okkur mæðgum datt það í hug, eftir að hafa orðið frekar latar eftir leik Íslendinga og Þýskalands á EM,  að ná okkur í mat á Nings, Kópavogi.Ég skelli mér á netið til að kíkja á matseðilinn sem að var mjög aðgengilegur og skýr og príddu margir girnilegir réttir síðuna.Okkur leist strax vel á tilboð no. 2. Djúpsteiktar rækjur, núðlur, kjúklingaréttur og svínakjötsréttur.....nammi namm. SmileHerlegheitin áttu að kosta kr. 2.490,- fyrir 2. En svo er nú það að ég er með ofnæmi fyrir rækjum þannig að mér datt í hug á fá djúpsteiktan kjúkling í staðinn (ATH.svoleiðis kjúlla er að finna á matseðlinum.) Spurði ég herrann sem tók pöntunina í símanum hvort að ekki væri hægt að skipta út rækjunum fyrir kjúlla. Jú það hélt hann nú EN það kostar 300 kr pr. mann að breyta tilboðinu. Bíddu, ég sé ekki alveg rökin í því. Rækjur eru dýrari en kjúklingur. Það er heldur ekki eins og þeir hafi verið að sér gera svona kjúkling bara fyrir mig þar sem að þeir bjóða uppá svona kjúkling á matseðlinum. Þetta fannst mér algjört RÁN. Þannig að máltíð sem að átti að kosta 2.490,- kostaði á endanum 3.090,- fyrir ódýrara hráefni en nákvæmlega sama magn. Svarið sem að ég fékk var: “ Það kostar að breyta tilboði, 300 kr pr mann.”Aldrei hef ég verið rukkuð fyrir það á Dominos fyrir að skipta einu áleggi fyrir annað á tilboðs pizzu. Aldrei hef ég heldur verið rukkuð fyrir að skipta út piparsósu fyrir sveppasósu á steikhúsi. Aldrei hef ég verið rukkuð fyrir að skipta út hunangssinnepssósunni á Friday’s og fengið kokteilsósu í staðinn, þó að tilboðið á barnamatseðlinum segir að H-sinnepssósan eigi að vera með.Manni hreinlega blöskrar þetta. Eitt sem víst er ég mun ekki koma til með að panta mat þarna í bráð sem að er eiginlega sorglegt því að maturinn var góður og ekkert yfir honum að kvarta. Held að þeir mættu aðeins hugsa sinn gang varðandi gjaldtöku hjá sér. Því að ekki er þetta ódýrasti veitingastaðurinn á landinu.

Eru dómar líka á útsölu.

Þetta kallar maður að komast billega frá hlutunum. Réttara væri liggu við að klippa jafn marga fingur af viðkomandi og senda hann í tukthúsið líka.

Fussum svei þessu dómskerfi.


mbl.is Klipptu fingur af húsráðanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besti ljóskubrandarinn í lengri tíma

Ljóska, brúnka og rauðka voru allar staddar í sama starfsviðtalinu.

Fyrst var brúnkan kölluð inn og sem hún var rétt að klára að fylla út starfsumsóknina sína var hún spurð að því hvað það væru mörg D í Indiana Jones.Brúnkan hugsaði sig um í nokkrar sek og svaraði svo “Eitt”! Að því loknu var henni þakkað fyrir og henni sagt að hún yrði látin vita síðar um daginn hvort hún yrði ráðin eður ei.  Næst inn var rauðkan. Þegar hún var búin að svara öllum spurningunum á starfsumsókninni var hún spurð: “Hvað eru mörg D í Indiana Jones”?Án þess að hugsa sig nokkuð um svaraði hún “Eitt”!Henni var svo þakkað viðtalið og henni sagt að hún yrði látin vita af eða á með starfið þennan sama dag. Að lokum var komið að ljóskunni. Hún kláraði að svara starfsumsókninni og svo var komið að munnlegu spurningunum.“Hvað eru mörg D í Indiana Jones” var hún spurð.
Ljóskan varð grafalvarleg á svipinn og byrjaði að telja á puttunum á sér…..”2…..4…..6….,hmmmm….bíddu….2…..4…..6….hérna má ég nokkuð fá lánaðan vasareiknir hjá þér ?” 
Henni er réttur vasareiknir og eftir um það bil fimmtán mínútur af útreikningum fram og tilbaka segir hún hróðug : Það eru 27 “ !!!! 
Spyrillinn horfir furðu lostinn á hana og segir : Okeeeeiii….og hvernig í ósköpunum gastu fengið þá niðurstöðu ??????” 

“Jú sjáðu til “ svaraði ljóskan og…….

DA DA DA DA, da da da, da da da da, da da da da da, da da da da, da da daaaa, dara daaara daaaara daaaaaaaa!

(fyrir þá sem að eru virkilega ljósir þá er þetta titillag myndarinnar)


Ólafur borgarstjóri, nú eða Vilhjálmur eða hver?.

nú er Kastljósið á Rúv......og hvar er Ólafur sem að er nýji borgarstjórinn í Reykjvík. Vilhjálmur situr fyrir svörum, er Ólafur ekki talinn nógu klókur til að sitja fyrir svörum hjá fréttamanni eða hvað? Ég fer nú bara að velta því fyrir mér hvort að Ólafur sé ný strengjabrúða "bakherbergja plottaranna" Slengt inn og tekinn út eftir því sem að við á.  Verð að segja það að mér finnst það með eindæmum að fulltrúi flokks sem að hlaut rétt rúm 6000 atkvæði í kosningunum síðast skuli sitja í stólnum. Skil það vel að þeir sem að hlutu bestu kosninguna síðast vilji sitja við stjórnartaumana en ég held að öll þessi stjórnleysa eigi ekki eftir að skila sér í góðu. Á ekki bara að kjósa aftur?
mbl.is Lýsa stuðningi við Ólaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held að óhappapúkinn minn hafi farið með íslenska liðinu á EM :(

Ég held að óhappapúkinn minn sem er búinn að elta mig undanfarið sé farinn að hrella íslenska landsliðið....vildi nú samt að hann væri að hrella önnur lið en ekki Íslendinga.  Leikur Íslendinga og Frakka er sem sagt nýbúinn.

Mikið svakalega er ég svekkt. Ég ætla að vona að þetta sé ekki það sem að koma skal í milliriðlinum og að þetta sé bara einhver svakaleg brella sem að þeir eru með og komi svo filefldir með víkingaskapið á réttum stað og hörkuna sem aldrei fyrr. Við getum sko gert miklu betra en þetta. En eitt verð ég að segja þeim til varnar og það er að það er aldrei nein uppgjöf hjá þeim en eitthvað er samt ekki að virka þarna inná vellinum. Það er ekki endalaust hægt að segja að það hafi vantað Ólaf Stefáns.  Þetta er hópíþrótt sem að enginn einn maður getur haldið uppi.

En mikið svakalega er gaman að heyra í íslensku stuðningsmönnunum á svæðinu. "Áfram Ísland" og "skora Ísland skora" gnæfir yfir allt og halda mætti að einungis Íslendingar væru í áhorfendastúkunni. Tónlist með Bubba og Jeff Who dundi í höllinni. Ég dáist að því hvað vel er stutt við bakið á strákunum og tel ég að ef ekki væri stuðningur sem þessi hefðu úrsitin verið enn verri. Við getum deffinetly orðið Evrópumeistarar í stuðningsmanna-móti væru þau haldin.

Nú vona ég bara að óhappaára íslenska landsliðsins fari nú að huga að brottför til enn fjarlægari staða nú eða bara í annað lið svo að okkur geti nú farið að ganga betur.

Áfram Ísland, koma svo.


mbl.is EM: Níu marka tap gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þekkir einhver "óhappapúka fælufræðing"?

ég held nefnilega að mig bráðvanti að komast í samband við einn slíkan "fælara" ef svo má að orði komast. Því að það hefur einhver óhappapúki verið að elta mig á röndum undanfarið og mig bráðvantar að fara að losna við hann.

Ég sem að hélt fyrir stuttu að ég væri búin að taka út öll áföll og óhöpp fyrir næsta árið (þetta ár) en svo var víst ekki. Þetta hefur meðal annars gerst síðasta mánuðinn eða svo.

1.     Ristavélin eyðilagðist
2.     Ryksugan eyðilagðist
3.     Sjónvarpið fór að haga sér eftir eigin behag
4.     Klósettkassinn fór að leka með tilheyrandi skemmdum.
5.     Litla skottið fékk streptakokka
6.     Ég fékk streptakokka
7.     Litla dýrið fékk gubbuna
8.     Þurftum að fá lækni heim og enginn matur eldaður á aðfangadag vegna veikinda.

og nú það nýjasta, gott fólk, bíllinn bremsaði. Sem að er nú kannski það sem að ætlast er til af þeim. Nema hvað þegar að ég var að keyra heim úr vinnunni í síðustu viku finn ég fyrir þessum svakalega titringi í stýrinu á bílnum. Ég hélt fyrst að annaðhvort væri sprungið eða þá að felguboltarnir væru lausir og dekkið hreinlega að detta undan. Þannig að ég stöðva bílinn með det samme og tékka á málinu. Finn að hita leggur frá hjólastellinu. Ég bjalla í pabba sem að kemur og kíkir á græjuna. Í ljós kemur að bramseuklossinn hafði "hrokkið úr" festingunni og sat nú fastur við diskinn sem að var orðinn vel blár af hita. Ekki þýddi að keyra bílinn svona þannig að ég þurfti að hringja í Krók sem að komu og sóttu bílinn og drógu hann upp í vinnu fyrir mig þar kíkti einn vinnufélagi minn á bílinn daginn eftir og var hann svo vænn að lána mér bílinn sinn svo að ég kæmist heim þann dag. Annar vinnufélagi minn pikkaði mig svo upp þá um morguninn svo að ég kæmist í vinnuna. Það er ómetanlegt að eiga góða vinnufélaga.

Nú er ég sem sagt komin með nóg af þessu óhappa stússi og bíð í raun "spennt" eftir hvað það geti orðið næst sem að getur bjátað á. Nú vil ég samt að þessu fari að linna enda nenni ég varla að standa í þessu mikið lengur.

Kann einhver, einhver ráð við svona óhappa öldu, hvað skal maður gera?


Hækkar þá ekki bara vanskilagjaldið?

Ég er ansi hrædd um að vanskilagjald fyrirtækja hækki bara til að "ná inn" þessu seðilgjaldi.

Þar sem að fyrirtæki í dag þurfa að greiða til sinna viðskiptabanka stofnkostað krafna, niðurfellingakostnað, greiðsugjald ofl. Þannig að í raun tapa bankarnir litlu, nema á eigin greiðsluseðlarukkunum, þar sem að fyrirtækin þurfa enn samkvæmt þessu að greiða þennan kostnað til bankanna. Er þá ekki sanngjarnt að hefta heimildir bankanna fyrir þær gjaldtökur?

Bara smá pæling ef að maður hugsar þetta aðeins lengra....eða er ég að misskilja málið heiftarlega?


mbl.is Seðilgjöld heyri sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband