Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

hvað varð eiginlega um jólin....

nú eru jólin komin og farin og tekur hinn raunveruegi hversdagsleiki aftur við eftir vikur af ofáti, of-verslun, of-stressi, of-þreytu í staðin fyrir að hafa notið þess að vera til og hvíla sig soguðust því miður allt of margir inní umhverfi hraðans.

Jólin í raun hlupu framhjá mér. Það var reyndar mikið um veikindi og óheppni sem að herjaði á heimilið þannig að maður náði kannski ekki eins mikið að njóta þeirra. Svo var veðrið á gamlárskvöld með eindæmum þannig að þar fannst mér ég missa af einum degi. Það var varla hundi útsígandi það kvöld. En nóg er búið að vera um flugeldasprengingar síðustu daga til að bæta missinn upp. :)

Nú eru sem betur fer, 7-9-13, allir orðnir heilir heilsu á heimilinu. Nú tekur bara við að plana sumarfríið. Gott að gera það bara nógu snemma til að hafa einhvers til að hlakka til og að sjálfsögðu til að ná í hagstæðasta verðið. Planið er að fljúga til Malaga í ár og stoppa þar í 2 vikur. Er búin að finna þar fína íbúð rétt hjá Fuengirola. 2 svefnherbegi með 2 wc og sérgarði ofl. Lítur virkilega vel út. En núna í mars er stefnan tekin á Barcelona með vinnufélögunum. Það á bara eftir að vera fjör eins og er alltaf þegar að þessi hópur kemur saman......bara tær snilld. Gott að geta hrist okkur vel saman fyrir vertíðina sem að framundan er hjá okkur í vor.

Verst að jólin eru ekki búin í næstu viku...einhver leti í mér og ég nenni ekki að tína allt jóladótið saman og koma því uppá loft. En illu er best af lokið.


Ekki er ég hissa, því miður

enda er stelpuskjátan fórnarlamb frægðar sem að hefur svipt henni æsku sinni. Of ung þarf hún að takast á við of stóra og alvarlega hluti. Engu að síður býr maður um rúmið eins og maður vill hafa það og það virðist vera í mikilli óreiðu núna. Það hlaut að koma að því að hún hreinlega missti fótanna tak. Finn til með börnunum hennar og vonandi þurfa þau ekki en þola niðurlægingu vegna gjörða foreldra sinna.
mbl.is Britney flutt á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

So what.....

.........með allar þessar verðlaunahátíðir sem að framundan eru eða nýbúnar að vera má alveg ein þeirr tapa sér. Grammy, Emmy, Golden Globe eða Óskarinn. Allt virðist þetta snúast um það sama, snobbið að sýna sig og láta sjá sig, ekki endilega til að sjá aðra. Svona hátíðir kosta tugmilljónir króna sem að betur væri varið á annan hátt í þágu bágstaddra.

En þetta er bara mín skoðun, hver er þín?


mbl.is Golden Globe í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegt......

.....hvað fólk virðist fá útrás með því að skemma fyrir þeim saklausu. Um áramótin í 2006-2007 var einmitt brotin rúða í leikskóla dóttur minnar. Mörg verkefni barnanna sem að voru þar inni (þar á meðal dóttur minnar) skemmdust. Þessar saklausu sálir sem að voru búin að leggja hug sinn og hjarta í að föndra eitthvað fallegt, var ónýtt. Svo er afskaplega erfitt að útskýra fyrir 3ja. ára gömlu barni hvernig einhver getur verið svona illgjarn og gert svona hluti, því að það er ekki hægt að réttlæta þetta á neinn hátt né útskýra því að þetta er með öllu óútskýranlegt.

Mér finnst sorglegt að fólk skuli þurfa að taka út sína reiði og örvinglan á þennan hátt.


mbl.is Skemmdarvargar á ferð á nýársdag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband