Held að óhappapúkinn minn hafi farið með íslenska liðinu á EM :(

Ég held að óhappapúkinn minn sem er búinn að elta mig undanfarið sé farinn að hrella íslenska landsliðið....vildi nú samt að hann væri að hrella önnur lið en ekki Íslendinga.  Leikur Íslendinga og Frakka er sem sagt nýbúinn.

Mikið svakalega er ég svekkt. Ég ætla að vona að þetta sé ekki það sem að koma skal í milliriðlinum og að þetta sé bara einhver svakaleg brella sem að þeir eru með og komi svo filefldir með víkingaskapið á réttum stað og hörkuna sem aldrei fyrr. Við getum sko gert miklu betra en þetta. En eitt verð ég að segja þeim til varnar og það er að það er aldrei nein uppgjöf hjá þeim en eitthvað er samt ekki að virka þarna inná vellinum. Það er ekki endalaust hægt að segja að það hafi vantað Ólaf Stefáns.  Þetta er hópíþrótt sem að enginn einn maður getur haldið uppi.

En mikið svakalega er gaman að heyra í íslensku stuðningsmönnunum á svæðinu. "Áfram Ísland" og "skora Ísland skora" gnæfir yfir allt og halda mætti að einungis Íslendingar væru í áhorfendastúkunni. Tónlist með Bubba og Jeff Who dundi í höllinni. Ég dáist að því hvað vel er stutt við bakið á strákunum og tel ég að ef ekki væri stuðningur sem þessi hefðu úrsitin verið enn verri. Við getum deffinetly orðið Evrópumeistarar í stuðningsmanna-móti væru þau haldin.

Nú vona ég bara að óhappaára íslenska landsliðsins fari nú að huga að brottför til enn fjarlægari staða nú eða bara í annað lið svo að okkur geti nú farið að ganga betur.

Áfram Ísland, koma svo.


mbl.is EM: Níu marka tap gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jamm við erum alveg virkilega óheppin að eiga svona glatað landslið í handbolta, annars þá er ég sammála þér með stuðninginn og eiga þeir sem áttu leið út að styða hrós skilið.

Andri Már (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 21:10

2 identicon

Æi haltu kjafti Andri Már. Glatað lið? Áttu e-ð erfitt eða?

Nanna (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 21:20

3 identicon

Speki dagsins í dag er:

Heilsan hefur áhrif á allt sem þú gerir, undirstaða heilbrigðs lífs er að borða hollan mat, sofa á réttum tíma, fara í líkamsrækt og koma vel fram við aðra.

 Hvaða neikvæðni er í gangi út í "strákana okkar" það er ekki nóg að vera að rifna úr stolti þegar þeir vinna heldur er ekki síður ástæða til að hvetja þá til dáða þegar á brattan er að sækja, ég get ekki betur séð en að þeir séu alltaf að gers sitt besta við erum bara svo kröfuhörð að það er með eindæmun, að sjálfsögðu væri gaman ef að þeir væru að vinna fleiri leiki en það er ekki alltaf hægt, við verðum bara að vona það besta.  ÁFRAM ÍSLAND.

Kveðja

Skessan

guðrún e daníelsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband