Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Fyrsti vinnudagurinn

með hendina í gifsi með allt í einu 30 fingur á lyklaborðinu sem að allir flæktust fyrir hver öðrum.....þið getið ímyndað ykkur hvað það tekur langan tíma að blogga.Pinch

En að sjálfsögðu voru vinnufélagarnir búnir að snúa út úr þessari sögu minni um skautaferðina. Sögðu að það væri greinilegt að það vanti skýrari og greinilegri leiðbeiningar með handjárnum, býð eftir að þeir bjóði mér upp á sýnikennslu eða námskeið um meðferð handjárna.....TAKK

En svona eru þessi grey mín sem að vinna með mér.....greinilega ekki mikið að gerast á þeirra heimavelli að þeir þurfi að næra sig á mínum óförum með svæsnum skáldsögum....he he heGrin


fólk á eftir að hugsa sig tvisvar um....

áður en það tekur sína nánustu "úr sambandi" þegar að ssvona getur gerst. Kraftaverkin gerast víst enn.....rétt eins og með hann bróður minn.
mbl.is Maður sem lýstur var látinn segist nokkuð hress
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

meiri áföll...

Pinch hef ekkert latið á mér kræla síðustu vikur, enda kannski skiljanlegt. Mikið hefur gengið á síðustu vikur.

Fyrst lenti bróðir minn í því óláni að hrapa 15 metra til jarðar í vinnunni sinni. Er það kraftaverk að sönnu að hann skuli í raun "ganga heill" frá þessu. Hann tví-hryggbraut sig, 6 rifbein öðrum megin brotnuðu, bráðgaði mjaðmargrindina, og lærbrotnaði við þetta fall. Það vantar enga kafla í manninn og ekki er hann lamaður þannig að maður þakkar Guði fyrir þetta lán.

Svo kom að Barcelona ferðinni......held að maður segi sem minnst um hana nema að hún var alveg hryllilega skemmtileg, mikið rosalega er mikið um pöbba og skemmtistaði í Barca er eina sem að ég mun láta uppi um þessa ferð hér inni......tær snilldarferð.Whistling

Þann 16. ákvað ég að fara með skvísurnar mína á skauta upp í Egilshöll. Í stuttu máli sá ég um að detta fyrr okkur allar. Ég er sem sagt með 2 dökkblá hné og úlnliðsbrotin í þokkabót. Já takk, þegar ég fékk gifsið um kvöldið þá var það sett of fast á mig sem að olli þessum þvílíku verkjum. Ég vaknaði um miðja nótt með kaldan svita rennandi niður ennið. Hringt var á leigubíl í snatri til að koma mér upp á spítala. Svo þjáð var ég að ég hreinlega barðist við að halda meðvitund. Þegar á spítalann var komið þýddi lítið annað en að gefa mér morfín og bólgueyðandi ásamt ógleðisstillandi, þarna skalf ég og nötraði eins og hrísla á meðan að læknirinn tók af mér gifsið sem að hafði verið sett á allt of þröngt og brúnin á gifsinu lá á brotna beininu. Þarna lá ég inni til kl 7:30 um morguninn. Á einhverjum tímapunkti í þessu fáti öllu týndi ég lyklakippunni minni og er hún enn ófundin. Ég var send heim með teygjusokk á höndinni á meðan að bólgulyfin færu að virka. Síðar um kvöldið þá hringdi ég aftur í sama lækninn og hafði sinnt mér til að fá frekari fréttir af myndunum. Hann sagði mér að koma mér aftur uppeftir til að fá gifs að nýju. Hér sit ég því og reyni að pikka eftir bestu getu.

Þar til næst, farið varlega elskurnar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband