Færsluflokkur: Bloggar

Eru dómar líka á útsölu.

Þetta kallar maður að komast billega frá hlutunum. Réttara væri liggu við að klippa jafn marga fingur af viðkomandi og senda hann í tukthúsið líka.

Fussum svei þessu dómskerfi.


mbl.is Klipptu fingur af húsráðanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besti ljóskubrandarinn í lengri tíma

Ljóska, brúnka og rauðka voru allar staddar í sama starfsviðtalinu.

Fyrst var brúnkan kölluð inn og sem hún var rétt að klára að fylla út starfsumsóknina sína var hún spurð að því hvað það væru mörg D í Indiana Jones.Brúnkan hugsaði sig um í nokkrar sek og svaraði svo “Eitt”! Að því loknu var henni þakkað fyrir og henni sagt að hún yrði látin vita síðar um daginn hvort hún yrði ráðin eður ei.  Næst inn var rauðkan. Þegar hún var búin að svara öllum spurningunum á starfsumsókninni var hún spurð: “Hvað eru mörg D í Indiana Jones”?Án þess að hugsa sig nokkuð um svaraði hún “Eitt”!Henni var svo þakkað viðtalið og henni sagt að hún yrði látin vita af eða á með starfið þennan sama dag. Að lokum var komið að ljóskunni. Hún kláraði að svara starfsumsókninni og svo var komið að munnlegu spurningunum.“Hvað eru mörg D í Indiana Jones” var hún spurð.
Ljóskan varð grafalvarleg á svipinn og byrjaði að telja á puttunum á sér…..”2…..4…..6….,hmmmm….bíddu….2…..4…..6….hérna má ég nokkuð fá lánaðan vasareiknir hjá þér ?” 
Henni er réttur vasareiknir og eftir um það bil fimmtán mínútur af útreikningum fram og tilbaka segir hún hróðug : Það eru 27 “ !!!! 
Spyrillinn horfir furðu lostinn á hana og segir : Okeeeeiii….og hvernig í ósköpunum gastu fengið þá niðurstöðu ??????” 

“Jú sjáðu til “ svaraði ljóskan og…….

DA DA DA DA, da da da, da da da da, da da da da da, da da da da, da da daaaa, dara daaara daaaara daaaaaaaa!

(fyrir þá sem að eru virkilega ljósir þá er þetta titillag myndarinnar)


Ólafur borgarstjóri, nú eða Vilhjálmur eða hver?.

nú er Kastljósið á Rúv......og hvar er Ólafur sem að er nýji borgarstjórinn í Reykjvík. Vilhjálmur situr fyrir svörum, er Ólafur ekki talinn nógu klókur til að sitja fyrir svörum hjá fréttamanni eða hvað? Ég fer nú bara að velta því fyrir mér hvort að Ólafur sé ný strengjabrúða "bakherbergja plottaranna" Slengt inn og tekinn út eftir því sem að við á.  Verð að segja það að mér finnst það með eindæmum að fulltrúi flokks sem að hlaut rétt rúm 6000 atkvæði í kosningunum síðast skuli sitja í stólnum. Skil það vel að þeir sem að hlutu bestu kosninguna síðast vilji sitja við stjórnartaumana en ég held að öll þessi stjórnleysa eigi ekki eftir að skila sér í góðu. Á ekki bara að kjósa aftur?
mbl.is Lýsa stuðningi við Ólaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held að óhappapúkinn minn hafi farið með íslenska liðinu á EM :(

Ég held að óhappapúkinn minn sem er búinn að elta mig undanfarið sé farinn að hrella íslenska landsliðið....vildi nú samt að hann væri að hrella önnur lið en ekki Íslendinga.  Leikur Íslendinga og Frakka er sem sagt nýbúinn.

Mikið svakalega er ég svekkt. Ég ætla að vona að þetta sé ekki það sem að koma skal í milliriðlinum og að þetta sé bara einhver svakaleg brella sem að þeir eru með og komi svo filefldir með víkingaskapið á réttum stað og hörkuna sem aldrei fyrr. Við getum sko gert miklu betra en þetta. En eitt verð ég að segja þeim til varnar og það er að það er aldrei nein uppgjöf hjá þeim en eitthvað er samt ekki að virka þarna inná vellinum. Það er ekki endalaust hægt að segja að það hafi vantað Ólaf Stefáns.  Þetta er hópíþrótt sem að enginn einn maður getur haldið uppi.

En mikið svakalega er gaman að heyra í íslensku stuðningsmönnunum á svæðinu. "Áfram Ísland" og "skora Ísland skora" gnæfir yfir allt og halda mætti að einungis Íslendingar væru í áhorfendastúkunni. Tónlist með Bubba og Jeff Who dundi í höllinni. Ég dáist að því hvað vel er stutt við bakið á strákunum og tel ég að ef ekki væri stuðningur sem þessi hefðu úrsitin verið enn verri. Við getum deffinetly orðið Evrópumeistarar í stuðningsmanna-móti væru þau haldin.

Nú vona ég bara að óhappaára íslenska landsliðsins fari nú að huga að brottför til enn fjarlægari staða nú eða bara í annað lið svo að okkur geti nú farið að ganga betur.

Áfram Ísland, koma svo.


mbl.is EM: Níu marka tap gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þekkir einhver "óhappapúka fælufræðing"?

ég held nefnilega að mig bráðvanti að komast í samband við einn slíkan "fælara" ef svo má að orði komast. Því að það hefur einhver óhappapúki verið að elta mig á röndum undanfarið og mig bráðvantar að fara að losna við hann.

Ég sem að hélt fyrir stuttu að ég væri búin að taka út öll áföll og óhöpp fyrir næsta árið (þetta ár) en svo var víst ekki. Þetta hefur meðal annars gerst síðasta mánuðinn eða svo.

1.     Ristavélin eyðilagðist
2.     Ryksugan eyðilagðist
3.     Sjónvarpið fór að haga sér eftir eigin behag
4.     Klósettkassinn fór að leka með tilheyrandi skemmdum.
5.     Litla skottið fékk streptakokka
6.     Ég fékk streptakokka
7.     Litla dýrið fékk gubbuna
8.     Þurftum að fá lækni heim og enginn matur eldaður á aðfangadag vegna veikinda.

og nú það nýjasta, gott fólk, bíllinn bremsaði. Sem að er nú kannski það sem að ætlast er til af þeim. Nema hvað þegar að ég var að keyra heim úr vinnunni í síðustu viku finn ég fyrir þessum svakalega titringi í stýrinu á bílnum. Ég hélt fyrst að annaðhvort væri sprungið eða þá að felguboltarnir væru lausir og dekkið hreinlega að detta undan. Þannig að ég stöðva bílinn með det samme og tékka á málinu. Finn að hita leggur frá hjólastellinu. Ég bjalla í pabba sem að kemur og kíkir á græjuna. Í ljós kemur að bramseuklossinn hafði "hrokkið úr" festingunni og sat nú fastur við diskinn sem að var orðinn vel blár af hita. Ekki þýddi að keyra bílinn svona þannig að ég þurfti að hringja í Krók sem að komu og sóttu bílinn og drógu hann upp í vinnu fyrir mig þar kíkti einn vinnufélagi minn á bílinn daginn eftir og var hann svo vænn að lána mér bílinn sinn svo að ég kæmist heim þann dag. Annar vinnufélagi minn pikkaði mig svo upp þá um morguninn svo að ég kæmist í vinnuna. Það er ómetanlegt að eiga góða vinnufélaga.

Nú er ég sem sagt komin með nóg af þessu óhappa stússi og bíð í raun "spennt" eftir hvað það geti orðið næst sem að getur bjátað á. Nú vil ég samt að þessu fari að linna enda nenni ég varla að standa í þessu mikið lengur.

Kann einhver, einhver ráð við svona óhappa öldu, hvað skal maður gera?


Hækkar þá ekki bara vanskilagjaldið?

Ég er ansi hrædd um að vanskilagjald fyrirtækja hækki bara til að "ná inn" þessu seðilgjaldi.

Þar sem að fyrirtæki í dag þurfa að greiða til sinna viðskiptabanka stofnkostað krafna, niðurfellingakostnað, greiðsugjald ofl. Þannig að í raun tapa bankarnir litlu, nema á eigin greiðsluseðlarukkunum, þar sem að fyrirtækin þurfa enn samkvæmt þessu að greiða þennan kostnað til bankanna. Er þá ekki sanngjarnt að hefta heimildir bankanna fyrir þær gjaldtökur?

Bara smá pæling ef að maður hugsar þetta aðeins lengra....eða er ég að misskilja málið heiftarlega?


mbl.is Seðilgjöld heyri sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hvað varð eiginlega um jólin....

nú eru jólin komin og farin og tekur hinn raunveruegi hversdagsleiki aftur við eftir vikur af ofáti, of-verslun, of-stressi, of-þreytu í staðin fyrir að hafa notið þess að vera til og hvíla sig soguðust því miður allt of margir inní umhverfi hraðans.

Jólin í raun hlupu framhjá mér. Það var reyndar mikið um veikindi og óheppni sem að herjaði á heimilið þannig að maður náði kannski ekki eins mikið að njóta þeirra. Svo var veðrið á gamlárskvöld með eindæmum þannig að þar fannst mér ég missa af einum degi. Það var varla hundi útsígandi það kvöld. En nóg er búið að vera um flugeldasprengingar síðustu daga til að bæta missinn upp. :)

Nú eru sem betur fer, 7-9-13, allir orðnir heilir heilsu á heimilinu. Nú tekur bara við að plana sumarfríið. Gott að gera það bara nógu snemma til að hafa einhvers til að hlakka til og að sjálfsögðu til að ná í hagstæðasta verðið. Planið er að fljúga til Malaga í ár og stoppa þar í 2 vikur. Er búin að finna þar fína íbúð rétt hjá Fuengirola. 2 svefnherbegi með 2 wc og sérgarði ofl. Lítur virkilega vel út. En núna í mars er stefnan tekin á Barcelona með vinnufélögunum. Það á bara eftir að vera fjör eins og er alltaf þegar að þessi hópur kemur saman......bara tær snilld. Gott að geta hrist okkur vel saman fyrir vertíðina sem að framundan er hjá okkur í vor.

Verst að jólin eru ekki búin í næstu viku...einhver leti í mér og ég nenni ekki að tína allt jóladótið saman og koma því uppá loft. En illu er best af lokið.


Ekki er ég hissa, því miður

enda er stelpuskjátan fórnarlamb frægðar sem að hefur svipt henni æsku sinni. Of ung þarf hún að takast á við of stóra og alvarlega hluti. Engu að síður býr maður um rúmið eins og maður vill hafa það og það virðist vera í mikilli óreiðu núna. Það hlaut að koma að því að hún hreinlega missti fótanna tak. Finn til með börnunum hennar og vonandi þurfa þau ekki en þola niðurlægingu vegna gjörða foreldra sinna.
mbl.is Britney flutt á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

So what.....

.........með allar þessar verðlaunahátíðir sem að framundan eru eða nýbúnar að vera má alveg ein þeirr tapa sér. Grammy, Emmy, Golden Globe eða Óskarinn. Allt virðist þetta snúast um það sama, snobbið að sýna sig og láta sjá sig, ekki endilega til að sjá aðra. Svona hátíðir kosta tugmilljónir króna sem að betur væri varið á annan hátt í þágu bágstaddra.

En þetta er bara mín skoðun, hver er þín?


mbl.is Golden Globe í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegt......

.....hvað fólk virðist fá útrás með því að skemma fyrir þeim saklausu. Um áramótin í 2006-2007 var einmitt brotin rúða í leikskóla dóttur minnar. Mörg verkefni barnanna sem að voru þar inni (þar á meðal dóttur minnar) skemmdust. Þessar saklausu sálir sem að voru búin að leggja hug sinn og hjarta í að föndra eitthvað fallegt, var ónýtt. Svo er afskaplega erfitt að útskýra fyrir 3ja. ára gömlu barni hvernig einhver getur verið svona illgjarn og gert svona hluti, því að það er ekki hægt að réttlæta þetta á neinn hátt né útskýra því að þetta er með öllu óútskýranlegt.

Mér finnst sorglegt að fólk skuli þurfa að taka út sína reiði og örvinglan á þennan hátt.


mbl.is Skemmdarvargar á ferð á nýársdag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband