Færsluflokkur: Bloggar
29.12.2007 | 15:26
hversu lágt er hægt að leggjast??
Vá...við fullorðna fólkið eigum að vera fyrirmynd þeirra sem að yngri eru......ekki furða að yngri kynslóðin sé farin að nærast á lygum og í "draumaheimi" ef að þetta er boðskapurinn sem að þeim er færður. Allt í lagi að ljúga ef að þú hagnast á því.....eða hvað? Hvernig í ósköpunum verður framtíðin. Reyndar eru algengar hvítar lygar meðal stjórnmálamanna út í heimi og hér heima en hvernig verður þetta hjá næstu stjórnarkynslóð...er þetta það sem að koma skal?
Falsaði fráfall föður í ritgerðarsamkeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.12.2007 | 21:48
Já það hlaut að vera eitthvað meira.
Ég sem var orðin svo bjartsýn í síðasta bloggi og taldi að hlutirnir gætu ekki orðið verii en þeir hafa orðið síðustu vikur.
Já já bjartsýni er nú alltaf góð sér í lagi í þessu blessaða ástandi sem að ég er búin að vera að glíma við. Allavega frá því síðast að ég bloggaði og sagði frá bilaða klósettkassanum og stelpunni með streptakokka hefur þetta gerst.
Ég var sem sagt greind með streptakokka á sunnudaginn 23 des...eftir að hafa legið í heilann dag í móki af völdum hita ákvað ég að staulast til læknis því að það var orðið and#$%" sárt að drekka og borða vegna særinda í hálsi. Á læknavaktinni var fullt út úr dyrum eins og vanalega en þetta gekk nokkuð fljótt fyrir sig. Nema hvað blessaði læknirinn gat endalaust blaðrað eftir að hann var búinn að láta mig fá lyfseðilinn, ég hélt að ég mundi aldrei sleppa eftir að hann byrjaði að tala um innkyrtlafræði, greiningar og Kára Stefánsson. Lá ég þarna fram á borðið hjá honum hlustaði og sagði bara hmmm.....hmmmm, hugsaði ég bara um fínu sængina sem að byði mín heima þegar að ég loksins mundi losna út frá honum. Þá um kvöldið var litla dúllan mín rokin aftur upp í 39 stiga hita og var vægast sagt mjög tuskuleg greyið og hún enn á sýklalyfjum þannig að mér fannst það skrýtið að hún væri með hita, því var hringt á lækni því að sjálf var ég svo illa á mig komin að ég treysti mér ekki út fyrir hússins dyr. Rúmum 2. tímum eftir að læknirinn fór var snúllan svo komin með höfuðið gubbandi ofan í fötu.
Byrjaði þorláksmessu á því að halda áfram að aðstoða barnið mitt með uppköst og tilheyrandi....ekki beint æðislegt en svo var þetta líka bara búið hjá henni.
Seinnipart þorláksmessu verð ég síðan fyrir því óláni að brjóta úr fyllingu í tönninni hjá mér með tilheyrandi sársauka sem að fylgdi. Á aðfangadag kíki ég snemma um morguninn í símaskrána hvernig þetta væri með neyðarvakt tannlækna....þar segir opið milli 11 og 13. Nákvæmalega kl. 11 hringi ég...nei nei þá tekur við einhver símsvari sem að tjáir mér það að það sé búið að vera opið hjá einum tannsanum frá kl. 9 um morguninn og að þeirri vakt ljúki kl 12. TAKK
Ég hringdi hið snarasta í tannsa en þá voru 10 manns að bíða eftir að komast að ætli það sé ekki allavega 3 tíma bið?? En daman á símanum benti mér á að koma bara strax á jóladag og láta kíkja á tönnina mína. Ég sem sagt með tannpínu, hita og alveg orkulaus á aðfangadag þannig að í staðinn fyrir að elda heima eins og planið var tróðum við okkur mæðgurnar í mat til foreldra minna sem að getur verið eins og að sitja á fullri púðurtunnu með stjörnuljós eða rafsuðutæki. (skilji þeir sem að þekkja til) :)
En allt fór fram með stóískri ró og borðaður var góður matur og afi og amma voru allt í einu komin með hjálparhendur við að opna pakkana og ganga frá...á meðan lá ég meira og minna fyrir og reyndi að halda á mér hita eða kæla mig niður á víxl.
En dagurinn í dag er sem sagt búinn að fara í tannlæknaferð og njóta þess síðan að vera með börnunum. Öllum líður okkur miklu betur í dag sem betur fer og getum við því farið að njóta þess sem að eftir lifir af þessum jólum.
Vona svo sannarlega að það séu ekki fleiri sem að hafa verið jafnóheppnir og ég um jólin.
Gleðileg Jól allir saman og njótið hverrar einustu mínútu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.12.2007 | 21:03
Óhappahrinan heldur áfram...hvar endar þetta??
Jæja, ég er ekki fyrr búin að segja ykkur frá því þegar að ryksugan dó og sjónvarpið fór að klikka. Nú er komið nýtt stórt babb í bátinn.
Þetta er það stórt dæmi að ég þurfti að kalla til matsmann frá tryggingafélaginu mínu TM. Sko þannig er mál með vexti að síðustu 2 vikurnar eða svo hef ég tekið eftir dularfullri bleytu inni á baði hjá mér. Ég hef bara alltaf haldið að stelpunar mínar hafi bara verið aðeins of fjörugar í baði, sem að er ekki óvanalegt á mínu heimili, og ég ekki þurrkað nógu vel upp. En nú fór ég að grandskoða málið betur.......það var alltaf bleyta þarna á þessum stað.
Sem sagt klósettkassinn lekur, og hann er innbyggður á bakvið heilan helling af flísum og timbri. Svo er lekinn búinn að skemma flísarnar á gólfinu. Þar sem að flísarnar eru ekki lengur til sem að eru á gólfinu né utan um wc kassann og baðið þá bíður það mín á nýju ári að láta rífa allt draslið af og láta setja upp nýtt, vona að ég fái nú eitthvað um það að segja hvernig flísar verða settar, því að þetta voru sko ekki einhverjar 990 kr flísar sem að ég valdi á sínum tíma. Svo er alltaf önnur leið hvort að maður eigi bar að þiggja bætur og fá sér múrara og láta gera þetta sjálf. Veit það bara að ég á eftir að fá frábæra þjónustu hjá TM eins og áður.
Auglýsi hér með eftir flísalagningamanni hehe
ó og til að toppa þetta allt þá er litla dýrið mitt með streptakokka
En fyrir utan þessi "smá" áföll mín síðustu vikur hef ég það fínt, getur varla orðið verra úr þessu eða hvað??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.12.2007 | 20:30
Gíbraltar, story of my life ;-)
Síðastliðið sumar bauð vinkona mín mér til Gíbraltar til að hjálpa henni með rekstur sem að hún er með. Þetta er í annað sinn sem að ég fer með henni og fjölskyldu hennar þangað suðureftir og alltaf jafn mikið ævintýri. Ég var mikið að hjálpa henni á kvöldin og snemma nætur. Það þurfti að setja upp hluti og rífa niður, þrífa og margt annað. Á daginn vorum við yfirleitt að útrétta eitthvað og ná í birgðir.
Þessi ferð síðasta ágúst var alveg mögnuð. Hrina óhappa og veikinda allra sem að voru þarna. Það voru náttúrulega rosaleg viðbrigði strax við komuna því að það er svo heitt þarna og ofboðslegur raki.....það tók oft rúman dag að þurrka einn hlýrabol og þú þværð ekki gallabuxur þarna án þess að eiga þurrkara annars skaltu búa þig undir það að það taki allavega 2 daga fyrir þær að þorna.
Aðeins 2 dögum eftir að það var opnað rek ég höfuðið alveg hryllilega í hornið á borðinu sem að ég sat við að það var eins og ég hafi verið slegin með hnúajárni í ennið. Það blæddi vel úr og kúla á stærð við appelsínu var komin undir eins. Ein voða skvísa vel til höfð útlítandi eins og systir Frankensteins, eða allavega eins og frænka hans. Kúlan var kæld niður með frosinni steik vöfð í plast sem að við fengum að láni á næsta veitingastað sem að var á svæðinu. Kúlan hefði örugglega orðið á stærð við melónu hefði ég ekki fengið steikina góðu.
Maturinn á Gíbraltar er ekki góður, svona eins og týpískur breta matur með sitt pudding og pies, beans on toast og jekk jekk.....ég gerði í því að fara bara á pizzu og pasta staðinn nálægt B&B þar sem að við gistum það var nú samt hægt að finna áhugaverða veitingastaði inná milli. En eitt skiptið fór stór partur á hópnum á einn veitingastað áður en haldið var til vinnu. Til að gera langt mál stutt, við vorum öll með hryllilega magaverki seinna um kvöldið.
Þannig að þegar að aðeins eru liðnir 5 dagar er ég með þessa svakalegu kúlu og skurð á enninu sem að nú var orðin vel blá, illt í maganum og byrjuð að fá verki í herðablaðið, reyndar var það eitthvað byrjað að plaga mig áður en að ég hélt af stað til Gíbraltar. Enginn local persóna, sem að ekki þekkti forsögu kúlunnar, þorði að messa við mig sem að var svo sem ágætt þar sem að margur misjafn sauðurinn var þarna niðurfrá.
Nú nú....tveim dögum seinna, sem sagt dagur 7 og ég á leið niður á spítala. Kvöldið áður var alveg svakalegt.....verkurinn í herðablaðinu var nú orðinn stöðugur og farinn að leiða niður í lófann á mér. Svona seiðandi náladofi og doði á víxl...stundum var eins og að puttarnir á mér hlustuðu ekki á skilaboðin sem að heilinn sendi. Þarna var ég þukluð, teygð og tosuð. Hélt læknirinn að ég væri með klemmdar taugar vegna mikillar vöðvabólgu. Út gekk ég frá lækninum með bleikustu töflur sem að ég hef á ævi minni séð. Ég er að tala um bleikt, já bleikt svona eins og hárið á Sollu Stirðu í Latabæ og þetta eru sko engar ýkjur!!! Eftir að ég kom heim þorði ég ekki að geyma þær heima hjá mér af ótta við að stelpurnar mundu á einhvern hátt ná í þær og hreinlega gleypa þær því að þær litu út alveg eins og bleikt mentos.
Dagur 7 ég með kúlu og skurð á enninu, enn illt í maganum, hálf lömuð í hendinni, hélt að þetta gæti ekki orðið verra. Nei nei...enga bjartsýni. Dagur 9 og ég aftur á leið í apótekið. Eins og ég sagði þá var mikill raki í loftinu og svakalega heitt vegna vinda sem að eru kallaðir levante. Núna var ég komin með mikið kvef, hósta og hita. Æði....gat ekki verið betra. Sem sagt daginn áður en ég fór niður til Torremolinos að hvíla mig í 2 daga áður en ég átti að fljúga aftur heim þá var ástand mitt svona:
Með stóra bláa kúlu og rispu á höfðinu, ennþá viðkvæm í maganum, með óbærilega verki í herðablaðinu sem að leiddi niður handlegginn hjá mér, takandi bleikar töflur og berandi deyfikrem á svæðið, sem að virkaði ekki, komin með hor í nös, hósta og sýkingu í kinnholurnar, takandi sterasprey í nefið og penisillín vegna sýkingar.
Vá hvað ég hlakkaði til að fá að slaka á í Torremolinos í 2 daga fyrir heimför. Planið var að liggja gjörsamlega flatmaga á ströndinni og gera nákvæmlega ekki neitt nema að borða og drekka sangriu. Viti menn ÞAÐ RINGDI !!!
Sangríuna skildi ég fá mér því að ég hafði lofað nágrannakonu minni það, skítt með öll lyf og kjaftæði það var ekkert að virka hvort eð er. Ég settist niður á næsta bar og bað ekki um glas af sangríu heldur heila könnu takk, ekkert minna, ég átti það svo sannarlega skilið.
Þessi ferð er eitthvað sem að ég mun aldrei gleyma og þrátt fyrir öll óhöppin og veikindin þá var hún bara æðisleg og mundi sko alveg vilja endurtaka leikinn með eða án alls þess sem að gerðist í þessari ferð. Þetta var frábær hópur sem að ég var með og kynntist alveg heilann helling af æðislegu fólki. Vona bara að ég fái tækifæri á næsta ári að hitta þetta lið aftur og rifja upp með þeim. Það yrði bara gaman.
Bloggar | Breytt 18.12.2007 kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 15:32
Jólin Jólin allsstaðar.....eða hvað?
Jæja blessuð jólin á næsta leiti. Ég hef spurt marga að því hvort að þeir séu ekki komnir í jólaskap: Jú jú, en samt ekkert endilega, er svarið sem að ég er að fá oftast. Ég verð að segja það sama með sjálfan mig, mér finnst vanta einhvern neista, já þennan eina sanna jólaneista í hjartanu.
Hef verið að velta því fyrir mér af hverju þessi tilfinning sé svona yfirráðandi. Getur verið að jólin sé orðin svona meiri kvöð og skylda, stress og álag, kaupa pakkana, pakka þeim inn, keyra út, versla í matinn, skreyta, þrífa, skúra og allt hitt, frekar en að vera kyrrðarstund með fjölskyldu og vinum og njóta samverunnar með þeim. Mér finnst því miður svo margt einkennast af einhverju stressi og mikilmennsku brjálaði að það nær að draga mig niður líka, þó að ég reyni að forðast þessar aðstæður enda búin að versla flest til jólanna fyrr á árinu. Kaupa sem mest, stærst og flottast, metingur manna á milli virðist einkenna þessi jól, hver sá sem að eyðir mest, fær það flottasta og dýrasta, stendur uppi sem sigurvegari. Ég held að hinn eiginlegi jólaandi hafi týnst einhversstaðar á leiðinni inní tíma brjálæðisins sem að jólin viðrast einkennast af núna. Kortafyrirtækin fagna tíðinni enda hala þau inn peningum eins og kaupmenn. J
Ég veit að með mig að dýrmætasta jólagjöfin sem að ég get óskað mér er sú að fá að vakna í faðmi dætra minna á aðfangadag, knúsa þær og kyssa og njóta jólanna í samveru þeirra....og það kostar hreinlega ekki neitt nema kærleik.
Gleðileg Jól öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.12.2007 | 20:56
Úff...eins gott að vera með alla skilmála á hreinu.
Farsímareikningur upp á fimm milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.12.2007 | 21:20
Vonskuveður, byggingaraðilar og björgunarsveitirnar!!
Ég held að þetta brjálaða veður síðustu nótt hafi ekki farið fram hjá neinum á suðvesturhorninu. Það fór allavega ekki framhjá mér.
Eins og áður hefur hér komið fram þá er verið að byggja nýbyggingar í hverfinu hjá mér og ég varð þess virkilega vör í gærkvöldi. Mér finnst eiginlega mikið ábyrgðarleysi af eigendum slíkra lóða og bygginga að ganga ekki vel frá öllum lausahlutum sem að geta fokið í vonskuveðri líkt og var þá.
Það voru flestir eigendur búnir að ganga virkilega vel frá sínum munum á svæðinu en eins og vill verða þá var einn sem að greinilega hafði litlar áhyggjur. Rétt fyrir miðnætti tókst vinnuskúrinn á loft, beint á hliðina fór hann út á miðja götu. Bifaðist hann nær og nær garðinum hjá mér og liðaðist meir og meir í sundur. Ég hringdði að sjálfsögðu í lögregluna sem að gerði viðeigandi ráðstafanir. Stuttu síðar af sömu lóðinni kom heill farmur af frauðplasti fljúgandi á húsið hjá mér og nágrannanum og olli tjóni á rennum hjá honum en sem betur fer ekkert tjón hjá mér. Nú er þetta frauðplast eins og staðgengill jólaljósa í öllum trjám hjá okkur.
Stuttu síðar komu bjargvættirnir í björgunarsveitinni og þá fauk vinnuborðið frá lóðinni út á götuna og fyrir aftan bíl björgunarsveitarmannanna.
En þessar hetjur með alveg hreint ótrúlega snöggum handbrögðum tóku skúrinn á götunni í öreindir, komu honum fyrir, í flatpakkningu að hætti Ikea, á öruggan stað. Gengu síðan um allar lóðirnar og settu grjót á eða komu betur fyrir öllum þeim hlutum sem að mögulega gátu fokið.
Ég vil síður hugsa útí það hvernig þetta hefði farið ef að þeirra hefði ekki notið við þar sem að öll svefnherbergin hjá mér snúa í áttina þar sem að allt draslið fauk frá.
Kæru byggingaraðilar......ekki gleyma þeim sem að fyrir búa í því hverfi þar sem að þú ert að byggja, fylgstu með veðurfréttunum og gerðu viðeigandi ráðstafanir, held að ég sé ekki að krefjast til of mikils.
Takk allir þið sem að vinnið svona óeigingjarn sjálfboðaliðastarf eins og björgunarsveitirnar eru, munum eftir þeim þegar við kaupum jólatréið eða flugeldana nú um hátíðarnar. TAKK TAKK TAKK.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2007 | 23:50
Og sagt er að ljóskur séu heimskar......
dööhhh......að mér sýnist þá eru þær virkilega gáfaðar miðað við þessar löggur. hehehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2007 | 10:47
verða þá allir pöddufullir ?
Vá alveg hreint ótrúlegt manni klígjar nú bara við tilhugsunina.
Þannig að landinn verður pöddufullur um helgina þökk sé jólabjórnum.
Fann skordýr í jólabjórnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2007 | 19:14
Aldur og börn, greinilega afstætt hugtak hjá sumum.
Ég var að krúsa á milli sjónvarpsstöðvanna áðan og rakst þá á Dr. Phil á skjá einum. Umræðuefnið áhugavert, hvenær er maður of gamall eða of ungur til að eignast börn.
Þarna var kona sem að var að eignast barn 55 ára gömul, já þetta er ekki innsláttarvilla 55 ára gömul. Var barnið í ofanálag getið í tæknifrjóvgun þannig að þetta var ekkert "slys" og hún eistæð í ofanálag. Er hægt að láta sér detta þetta í hug....þegar ég verð 55 ára verður mín yngri dóttir að verða 27 ára gömul. Þegar ég verð 55 ára ætla ég mér að vera frjáls eins og fuglinn, dekstra við barnabörnin, ef ég verð svo lánsöm, taka heiminn með trompi og njóta alls þess sem að lífið hefur uppá að bjóða ÁN þess að vera bundin ungabarni, nema þá að það sé barnabarnið og ég get "skilað" því aftur, ef þið fattið hvað ég á við.
Síðan var þar 13 ára stelpa, sem að hélt að hún vissi allt og taldi sjálfa sig alveg tilbúna til að eignast barn. Halló!!!er ekki allt í lagi, hún er sjálf ennþá bara barn
Hún er búin að vera kynferðislega virk frá því að hún var 12 ára, fyrirgefðu en hvað eru foreldrarnir að spá að umbera þetta. Stúlku greyið var búin að reikna dæmið svo "vel" út að hún taldi sig þurfa að eyða 40$ á mán í bleyjur og 60$ í þurrmjólk og hún sem að fær 6,50$ á tímann fyrir skatt fyrir starf sitt í dýraarðinum. Úfff......segi ég nú bara...allt gerist nú í ameríkunni. Eins gott að vera vel vakandi og ef að dóttir mín eldri verður eins og hún þá er bara 2 ár í að hún fari að sofa hjá....yeah right!!! Nei hey held nú ekki. Sú skal sko fá allan pistilinn x 5 á réttu nótunum þegar að að því kemur.
Alveg með ólíkindum hvað börnum dettur í hug nú til dags.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)