þekkir einhver "óhappapúka fælufræðing"?

ég held nefnilega að mig bráðvanti að komast í samband við einn slíkan "fælara" ef svo má að orði komast. Því að það hefur einhver óhappapúki verið að elta mig á röndum undanfarið og mig bráðvantar að fara að losna við hann.

Ég sem að hélt fyrir stuttu að ég væri búin að taka út öll áföll og óhöpp fyrir næsta árið (þetta ár) en svo var víst ekki. Þetta hefur meðal annars gerst síðasta mánuðinn eða svo.

1.     Ristavélin eyðilagðist
2.     Ryksugan eyðilagðist
3.     Sjónvarpið fór að haga sér eftir eigin behag
4.     Klósettkassinn fór að leka með tilheyrandi skemmdum.
5.     Litla skottið fékk streptakokka
6.     Ég fékk streptakokka
7.     Litla dýrið fékk gubbuna
8.     Þurftum að fá lækni heim og enginn matur eldaður á aðfangadag vegna veikinda.

og nú það nýjasta, gott fólk, bíllinn bremsaði. Sem að er nú kannski það sem að ætlast er til af þeim. Nema hvað þegar að ég var að keyra heim úr vinnunni í síðustu viku finn ég fyrir þessum svakalega titringi í stýrinu á bílnum. Ég hélt fyrst að annaðhvort væri sprungið eða þá að felguboltarnir væru lausir og dekkið hreinlega að detta undan. Þannig að ég stöðva bílinn með det samme og tékka á málinu. Finn að hita leggur frá hjólastellinu. Ég bjalla í pabba sem að kemur og kíkir á græjuna. Í ljós kemur að bramseuklossinn hafði "hrokkið úr" festingunni og sat nú fastur við diskinn sem að var orðinn vel blár af hita. Ekki þýddi að keyra bílinn svona þannig að ég þurfti að hringja í Krók sem að komu og sóttu bílinn og drógu hann upp í vinnu fyrir mig þar kíkti einn vinnufélagi minn á bílinn daginn eftir og var hann svo vænn að lána mér bílinn sinn svo að ég kæmist heim þann dag. Annar vinnufélagi minn pikkaði mig svo upp þá um morguninn svo að ég kæmist í vinnuna. Það er ómetanlegt að eiga góða vinnufélaga.

Nú er ég sem sagt komin með nóg af þessu óhappa stússi og bíð í raun "spennt" eftir hvað það geti orðið næst sem að getur bjátað á. Nú vil ég samt að þessu fari að linna enda nenni ég varla að standa í þessu mikið lengur.

Kann einhver, einhver ráð við svona óhappa öldu, hvað skal maður gera?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, það er einn góður viðskiptavinur sem er í því að laga allskonar óáran hjá fólki, kemur með prjóna og grefur kassa í garðinn sem útilokar nánast allt slæmt í húsinu.  Er ekki málið að fá kallinn í heimsókn, hann er örugglega til í að gefa þér sérstakt verð, jájájájájájájájájá.............

Vinnufélagi (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 18:48

2 Smámynd: Eva H.

Takk Brynja.
Ég reyni nú að gera allt sem þarf að gera sjálf. Flísa og parketlagning hefur ekki vafist fyrir mér ennþá ;-)
Við konurnar erum ekkert síðri en karlarnir á hinum ýmsu vísgstöðum, en væri nú ágætt að hafa einn til að halla sér uppað þegar að svona bjátar á, kannski svona meira til huggunar.....hehehe

By the way....það er ekki lengur hægt að skilja eftir athugasemdir á síðunni þinni :(

Eva H., 16.1.2008 kl. 20:21

3 Smámynd: Eva H.

Magna mín......alltaf fjör á mínum bæ. Ég vona að þessi óhappaára mín sé farin í frí til fjalrægra landa og líki svo vel þar að hún hreinlega láti ekki sjá sig aftur.

Já Anna, betra að vera með vaðið fyrir neðan sig, ef eitthvað er óeðlilegt í gangi með bílinn stöðva ég og læt kanna málið, met mitt líf og annarra meira en svo að taka sénsinn.

Eva H., 20.1.2008 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband