Færsluflokkur: Bloggar

Af konum og mönnum :-)

Æi eitthvað andlaus í dag í algerri leti, þannig að ég hendi bara nokkrum frösum á ykkur. 

Ef menn ryksuguðu:

ryksuga 

Hann sagði . .. Ég skil ekki af hverju þú ert í brjóstarhaldara,  
það er ekkert til að halda.  
Hún svarar - Þú ert í nærbuxum, er það ekki?

brækur
Hann spyr .. .. .Eigum við að reyna að skipta um stellingu í kvöld?

Hún svarar . . Það er frábær hugmynd - þú stendur við strauborðið á meðan
 
ég sit í sófanum.

sófi
Hann spyr . . . Hvað ertu búin að gera við alla matarpeningana sem
 
ég lét þig fá?

Hún svarar . Snúðu þér á hlið og líttu í spegil!

drykkur
Skrifað á vegg á kvennaklósetti . .. "Maðurinn minn eltir mig
 
hvert sem ég fer" Skrifað rétt fyrir neðan . " Nei það er ekki satt"



Spurning. Hvernig sést að maður er að skipuleggja framtíðina?
Svar. Hann kaupir 2 kassa af bjór
.  



Spurning. Af hverju eru giftar konur feitari en ógiftar?
Svar. Þegar þær ógiftu koma heim og sjá hvað er í ísskápnum - fara þær í rúmið.
 
Þegar þær giftu koma heim og sjá hvað er í rúminu - fara þær í ísskápinn.

ísskápur

Maðurinn spyr guð:
"Af hverju skapaðirðu konuna svona fallega?"  
Guð svarar:
"Svo þú myndir elska hana."
En Guð, "Af hverju hafðirðu hana svona heimska?"  

Guð svarar:
"Svo hún elski þig."


Aldrei hefði ég trúað þessu....en þú?

Er virkilega svona mikill sykur í mjólkurvörunum okkar?


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Miltisbrandshverfið....hverfið mitt.

Ég er svo lánsöm að búa í Garðabæ, eða það hélt ég.

Eins og alþjóð veit að þá voru grafnar miltisbrandssýktar beljur á landi bónda eins, hér í Gbæ., fyrir einhverjum tugum ára síðan. Crying Eins og flestir vita líka getur þessi veira lifað í 200 ár þó að grafin sé. Þegar ákveðið var fyrir rúmum 2 árum síðan að úthluta skildi á þessum eina græna blett á þessu svæði fóru af stað miklar umræður. Td. vegna þessara hræa, því enginn vissi í raun hvar þessar sýktu beljur voru lagðar til hinstu hvílu, svo þar fyrir utan að taka þetta svæði sem að gæti verið hið fínasta útivistarsvæði undir íbúðarhverfi.

En hvað um það úthlutaðar voru litlar lóðir á fáránlegu verði og og nú er byrjað að grafa, valta og steypa. Svo um daginn fundust beljurnar umræmdu. Ekki einum einasta kjafti í nágrenninu var tilkynnt um fundinn, heldur komumst við nágrannarnir að þessum atburði einungis í fréttum. Hefði mér nú fundist sjálfsagt að fá að vita þegar að þetta kom í ljós.

Manni varð svolítið hverft við að frétta af þessu. Maður bjóst nú svosem alveg við því að þetta mundi gerast en ég hélt að maður fengi nú líka að vita af því þegar að það gerðist, en nei ekki eitt einasta orð frá yfirvöldum. Vindáttin þennan dag kom beint frá þessu svæði og yfir í áttina þar sem að ég bý. Ýmsar hugsanir flugu í gegum hugann og þar á meðal sú hvort að ég þyrfti nú að fara og fjárfesta mér í súrefnisgrímu!!!Ninja

Er það einhver vitleysa í mér eða eru það ekki réttindi mín að hafa verið látin vita af þessu á einhvern annan hátt heldur en bara í fjölmiðlum löngu eftir fundinn á kúnum? Hefði td. ekki verið viðeigandi að setja smá snefil inn um bréfalúguna mína sem að mundi bíða eftir mér þegar ég kæmi heim úr vinnu?


Hvað verður næst?

Jæja jæja, ekkert búin að láta heyra í mér í nokkra daga, enda alveg góð ástæða fyrir því. Búin að vera einhver veikinda og rafmagnstækjapúki á heimilinu.Devil

Á föstudaginn síðasta er dóttir mín lasin, þannig að ég nýti mér daginn í að ryksuga og sjæna svona aðeins heima hjá mér. Ég sting ryksuginni í samband og frá henni heyrist þetta svakalega hljóð. Þetta var alveg eins og græjan væri stífluð þannig að ég ríf allt í sundur til að kanna málið, nei nei engin stífla og allt eins og hlutirnir eiga að vera nema þetta blessaða hljóð í mótornum og sogkrafturinn alveg farinn þannig að ég hefði alveg eins getað notað barbie ryksugu dóttur minnar því hún hefði örugglega virkað betur en mín.Angry

Um kaffileitið er litla dúllan mín orðin svöng og langar alveg svakalega í ristabrauð, ekkert mál....eða það hélt ég. Ég sting brauðinu í ristavélina, næ í ostinn smjörið og svona, plúff brauðið kemur upp úr brauðristinni.....alveg óristað. Skelli því aftur niður því að ég hélt að ég hafið bara ýtt á defrost takkann og því brauðið ekki ristast.....nei hei þá er í ristavélin eitthvað ekki í lagi þannig að alltaf þegar ég ýti takkanum niður þá er vélin föst á reheat....fínt að ég var með ágætis þolinmæði þennan dag því 5 tilraunum og ca. 8 mínútum síðar var brauðið orðið létt ristað.

Nú dagurinn leið og ég kíkti í eitthvert Elko eða Byko blað til að sjá hvað nýjar ryksugur og ristavélar kosta, jólin eru nú framundan en þetta er nú kannski ekki eitthvað sem að manni langar í jólagjöf.Pinch

Á laugardeginum var litla dúllan ennþá með hita þannig að við ákváðum að setjast niður við mæðgurnar og horfa á Shrek hinn þriðja (snilldin ein) en nú er það sjónvarpið. Það fór þá að hafa sínar sjálftæðu hugsanir með sitt eigið lita og hljóðval....1/4 af skjánum var þá í bleikum og grænum lit. (Litlu minni fannst það nú bara svolítið kúl) Svo var hljóðið nú ekkert til að hrópa húrra yfir eitthvað bölvað skruð allan tímann. Þetta er nú farið að gerast reglulega en ekki alltaf. Nú býð ég bara eftir því að það gefi gjörsamlega upp öndina og að ég þurfi að kaupa nýtt. Eitt er þó jákvætt í þessu öllu saman ég spara mér 2 ferðir í Sorpu get farið með þetta allt í einu lagi. Hvað er næst...ísskápurinn, nei annars hann eyðilagðist fyrir 4 árum( og var þá nýr ) nú eða þvottavélin, nei annars hún eyðilagðist fyrir 2 árum( þá var sú vél aðeins 1 árs ) Held að ég sé búin að taka út minn bilanaskammt fyrir næsta árhundraðið, takk fyrir.

Kæru vinir og vandamenn....ég ætla að gera undanþágu á heimilistækjareglunni þessi jól er með gjafa óskalista, eins og mörg brúðhjón eru með, í Sjónvarpsmiðstöðinni og ELKO, hehehe Grin

Ps.
Til að toppa allt var hringt úr leikskólanum í gær og ég beðin um að sækja barnið, hún var víst farin að æla, í dag er ég svo alveg eins og tuska, held að ég sé búin að ná mér í einhverja pest. Þið sem getið, sendið mér þá aukaorku sem að þið hafið til mín.


Launamisrétti

Nú þegar að styttist í að kjarasamningar verða lausir og stefnir í að ekki verði búið að semja uppá nýtt á mörgum stöðum áður. Mig langar því aðeins að vekja athygli á einn hóp sem að betur mætti gera við.

Svo virðist vera að allir þeir sem að vinna með lifandi verur, það er okkur mannkynið, þurfa að vera á miklu lakari kjörum en hinir sem að sem að vinna með dauða hluti. Hvar er eiginlega sanngirnin í því.

Hvernig væri ef að við hefðum enga leikskólakennara eða dagmæður, nú meirihluti foreldra kæmist þá ekki til sinnar vinnu því að við verðum jú að hugsa um börnin okkar og það gæti nú lamað marga vinnustaðina. Getið þið séð fyrir ykkur afgreiðslukonuna á kassanum í Hagkaup fyrir ykkur með barnið sitt hangandi á bakinu eins og er algengt í fátækari löndum heimsins. Nú eða Borgarstjórnarfund þar sem að börnin kæmu með og mundi málefnin kannski frekar snúast um hvaða bleyjur séu bestar, nú eða hvar bestu tilboðin á barnamat eða fatnaði sé að finna þá stundina, því að ekki eru þessar nauðsynjar ódýrar. Ekki yrði mikið gert þann fundinn.
Nei ég get ekki sé þetta fyrir mér það væri nú samt svolítið skondið ef að þetta mundi gerast. Þetta eru starfstéttir sem að augljóslega þarf að hlúa betur að og þá ekki bara launalega séð.

Ég veit um nokkra sem að hafa unnið annaðhvort sem leikskólakennarar eða dagmæður, eins gaman og gefandi þeim fannst starfið vera þá var þeim engan veginn gefinn kostur á því að halda því áfram þar sem að launin voru svo skammarlega lág að endar náðu engan vegin saman á heimilinu. Þetta er sorglegt því að þessi hópur er að huga að framtíðinni sem að eru börnin okkar.

Það væri nú áhugavert að frysta bankareikninga ráðamanna þessa þjóðfélags og bjóða þeim að manna þær stöður á leikskólum landsins þar sem að bráðvantar starfsfólk. Og þá að sjálfsögðu á þeim skammarlega lágum launum sem að er verið að greiða þessu fólki fyrir í dag. Það er með engu móti hægt að reka heimili með 2 börn á framfæri á þessum launum, gangi þeim nú bara vel.

Fyrir ykkur leikskólakennarar, dagmæður, sjúkraliðar og allir hinir sem að þurfa að þola svona launamisrétti, ég tek að ofan fyrir ykkur. Það að þið séuð ekki hreinlega búin að gefast uppá þessu og haldið áfram að sinna þessu þarfa og brýna starfi er aðdáunarvert í alla staði.

 


Gáfaðir verkamenn...hvar værum við án þeirra?

Gáfaðir verkamenn
Ég verð bara að deila þessari mynd með ykkur,

 

Þessir menn eru að setja upp hindranir fyrir bíla svo að þeir leggi ekki upp á gangstétt fyrir utan írskan sportbar.
Þeir eru að ganga frá eftir daginn.
Hvað ætli það taki þá langan tíma að átta sig á þessu???

Kannski að þeir séu á Batmobil og þeir fljúgi í burtu, ja hérna hér.


Þjónustulund bankanna.

Mig langar aðeins að tala um þjónustulund.
Ég veit það með sjálfan mig að oftast sný ég viðskiptum mínum aftur á þá staði þar sem að ég hef fengið góða þjónustu. Ég er nú líka ein af þeim sem að veigra ekki við að kvarta ef að mér mislíkar eitthvað nú eða hrósa og þakka fyrir góða þjónustu þar sem að við á. Enda er hrós mjög hvetjandi fyrir þann sem að hlýtur það, gefur aukinn kraft og metnað í að halda áfram að gera vel, því að hver veit nema að annað hrós bíði handan hornsins. Eflaust eitthvað sem að margir vinnuveitendur mega gera meira af er það að hrósa, því að á endanum skilar það sér til viðskiptavinarins í betri þjónustu því að starfsfólkið er ánægt.
En mig langar að taka út eina atvinnnugrein og bera saman bankana.

Ég var viðskiptum við Íslandsbanka í denn, nú Glitnir. Ég var eins og svo margir aðrir og nýtti mér greiðsluþjónustu bankans.  Svo fór nú að bera á því trekk í trekk að ég var að borga símareikning einhverrar konu í Hafnarfirði sem að ég þekki nákvæmlega ekki neitt. Angry 
Ekki stóð á því að greiða mér til baka það sem að ég hafði ofborgað en þar sem að ég sá þetta alltaf mánuði á eftir, því að þá berast yfirlitin, þá hafði ég orðið af vaxtatekjum í sumum tilfellum og nú þegar þannig stóð á var ég að borga af hærri yfirdrætti en hefði annars verið. Ég veit að þetta eru ekkert óskaplega margar krónur sem að um ræðir en þetta eru nú mínir peningar sem að ég treysti bankanum fyrir.....það tók mig mörg símtöl og margar vikur að fá þetta til baka en um leið og það gerðist flutti ég viðskipti mín annað.

Þá fór ég í Búnaðarbankann, síðar KB banki nú Kaupþing. Þeir eiga greinilega erfitt með að ákveða nafn á batteríinu.FootinMouth En hvað um það, jú ég fékk alveg frábæra þjónustu, nú allavega til að byrja með. Alltaf varð bankinn stærri og stærri með hverri nafnabreytingunni að og nú er ég meira og minna að tala við eitthvað þjónustuver eða símsvara þegar mig vanhagar um eitthvað. Hvað varð um persónulegu þjónustuna sem að ég fékk í upphafi?? Að ná í þjónustufulltrúann minn er sama sem ógerlegt nema að ég fari í bankann og hreinlega sitji fyrir honum nú og þó svo að ég hitti hann er ekkert víst að eitthvað gerist í málinu.  Því að um daginn tek ég eftir því,  4. árið í röð, að fé sem að ég hafði lagt fyrir annarsstaðar í viðb.lífeyrissparnað var ennþá inni á gamla staðnum en ekki flutt yfir til Kaupþings eins og þeir höfðu lofað mér að ganga frá. Því gekk ég á fund þjónustufulltrúa míns og sagði honum frá þessu, eins og ég hafði í raun gert 2.svar á ári þessi 4 ár, þá var ég spurð að því hvort að ég hafi skrifað undir samnig við Kaupþing varðandi viðb.lífeyrissparnað??? DÖ, að sjálfsögðu, þeir vonandi leggja það ekki í vana sinn að láta draga af fólki að því forspurðu.  Hún lofaði að líta á málið, ganga frá því og vera í sambandi við mig, þetta var í byrjun október og ég bíð enn eftir símtali frá henni. Það eru nokkri sölumenn eða kynningarfulltrúar frá bankanum búnir að hringja í mig, en enn bíð ég eftir að hún hringi. Errm

Málið er að þegar að svona stofnanir eru orðnar svona stórar og umfangsmiklar er ég ansi hrædd um að maður týnist bara í viðskiptamannaflóðinu, nema að maður eigi stórar STÓRAR summur inná reikningum hjá þeim.

Vegna aðstæðna minna hef ég líka átt í samskiptum við Sparisjóð Mýrasýslu, þar er sko allt annar póll tekinn í hæðina og verð ég að hrósa þeim fyrir framúrskarandi þjónustu. Það er ekkert sem að heitir vandamál hjá þeim. Ég þarf ekki einu sinni að vera innan sama borgarmarka og þær dömur sem að eru þar í "framlínunni", þær hreinlega redda öllu. Eitt símtal og það er alveg sama hvað það er, þá er málinu lokið strax hjá þeim þjónustufulltrúa sem að svarar símanum, ég er ekki að tala við símsvara og ekki send deilda á milli þar sem að hinn og þessi veit ekki svarið við spurningu minni. Ef viðkomandi þarf ráðrúm til að finna lausnir gerir hann það og hringir til baka!!! Það er alltaf gleðileg rödd sem að tekur á móti manni í símanum og ákveðinn ferskleiki í loftinu. Þær eru svo sannarlega starfi sínu vaxnar og hafa metnað í að kynnast og þekkja viðskiptavini sína vel, Skessan mín, Bleika og Skvísa, þið vitið hverjar þið eruð, W00t (vil ekki nafngreina ykkur að ykkur forspurðum)þið eigið hrós skilið fyrir framúrskarandi störf, heiðarleika og góða þjónustulund og allir hinir eru sko ekkert verri.

Mega aðrir taka ykkur til fyrirmyndar, sama í hvaða starfsgrein þeir eru.  Ef ég fæ enn eitt yfirlitið þar sem að það staðfestist að ekki sé búið að flytja sparnað minn yfir í Kaupþing veit ég uppá hár hvert ég mun flytja viðskipti mín. Get svo sannarlega mælt með þeim. Lítið krúttilegt útibú í Borgarnesi, af hverju ekki? Grin

Ég sé ekki að það sé hagur neins reksturs að hafa áhugalaust starfsfólk sem að hefur ekki metnað fyrir starfi sínu eða ofhlaðið verkefnum. Ef að vinnustaður er með mikla starfsmannaveltu hlýtur það að gefa til kynna að ekki sé allt með felldu, hvort sem að launin séu skammarleg(sem að þau því miður eru á mörgum starfssviðum), vinnuaðbúnaður, vinnutími ofl ofl. þá hlýtur það að skipta mestu að starfsfólk sé ánægt því að þar liggja mestu verðmæti hvers fyrirtækis.

Er allt í orden á þínum vinnustað??


Erlendir Íslendingar.

Mikið hefur verið rætt um fólk af erlendu bergi brotnu í þjóðfélaginu, fyrsti erlendi Íslendingurinn hefur tekið sæti á Alþingi, sem að er frábært mál, svo eru það verri fréttirnar en það er um þá sem að eru hér að brjóta af sér.
Ég spyr nú bara hvað er eiginlega í gangi í dómkerfinu okkar, það er eins og það fái hvergi um ráðið, það er fyrir löngu vitað að dómar vegna td. kynferðisafbrota eru allt of vægir, en burt séð frá því af hverju er svona mikil linkind í okkur gagnvart glæpum?? En aftur að útlendingunum, það hlýtur að vera hægt að taka betur á þessu máli og er það í raun orðið nauðsynlegt.

Mínar hugmyndir eru þess á meðal:

1. Útlendingur sem að flyst til Íslands þarf að framvísa hreinu sakarvottorði til 10 ára við skráningu til þjóðskrár, ef því er ekki uppfyllt getur viðkomandi ekki fengið kennitölu og þar af leiðandi ekki löglegt starf.

2. Útlendingur sem að gerist brotlegur eftir að hann er kominn með dvalar og atvinnuleyfi á umsvifalaust að vera vísað úr landi eftir afplánun dóms og verði því við komið að láta brotaaðila sitja af sér í sínu heimalandi, svo að skattpeningar mínir fari í eitthvað annað en að halda viðkomandi uppi.

3. Erlendir Íslendingar (útlendingur kominn með ísl.ríkisfang) Þeir sem að sækja um ísl.ríkisfang eiga að fá það með þeim skilyrðum að ef að viðkomandi brýtur af sér á hann að sjálfsögðu að sitja af sér eins og hver annar Íslendingur. En brjóti hann af sér í annað sinn og þarf að sæta fangelsisvist fyrir brot sín á hann að lokinni afplánun að vera umsvifalaust sviptur íslenska ríkisfangi sínu og sendur til síns upprunalands.

Það er val hvers og eins að brjóta af sér eða ekki, því er það einstaklingsins að ákveða hvort að það sé áhættunnar virði að spila svona með "lífshátt" og lífsskilyrði (ríkisborgararéttur eða dvalar,- atvinnuleyfi), ef svo mætti að orði komast. Þeir fara kannski að hugsa aðeins öðruvísi þessir afbrotamenn og konur ef að meira liggur undir en fáránlega stuttir fangelsisdómar sem að fyrir finnast í okkar meingallaða dómskerfi.

Ég er ekki á nokkurn hátt að dæma alla þá útlendinga sem að hingað koma til lands enda eru þeir lang flestir alveg ágætis þegnar með sína siðferðiskennd á hreinu en það eru svörtu sauðirnir sem að eru að eyðinleggja fyrir hinum sem að löghlýðnir eru og það finnst mér algjör synd. Það eru forréttindi að fá að búa á Íslandi og á ekki að útbýtta ríkisborgararétti og atvinnuleyfum hægri vinstri án þess að viðkomandi átti sig á því að ef ekki sé farið eftir lögum og reglum landsins þá kostar það sitt.!!! Ætli það sé eitthvað sem að þeir eru til í að spila með bara svona for the fun of it, ef þeir eiga þá hættu að missa réttindin sín jafn hratt og þeir hlutu þau?

Hvað finnst ykkur eiginlega?


Gjöfin frá yfirmönnunum---1 size fits MOST!!

Ég er svo ótrúlega heppin með að vera að vinna á alveg frábærum vinnustað og þegar ég segi frábærum þá meina ég FRÁBÆRUM!
Við erum öll frekar frjálsleg í vinnunni og látum yfirleitt allt flakka, svo er nú komið að fyrir rúmum 2 árum sendi ég minn fyrrverandi aftur í endurvinnsluna og varð því aftur ein, lítið hefur verið að gerast í mínum karlamálum síðan þá og voru samstarfsmenn mínir og þá aðallega yfirmenn fyrirtækisins farnir að hafa áhyggjur af karlmannsleysi mínu. (eins og þeir viti hvað ég er að bralla á kvöldin Halo )
Um daginn voru strákarnir mínir, eins og ég vil kalla þá, á sýningu í Þýskalandi og eins og oft vill verða þegar að 16 karlar eru að ferðast saman þá vilja þeir oft "villast" alveg óvart í rauða hverfið í borginni, þá dettur nú einum þeirra í hug að nú væri tilvalið að finna eina gjöf að færa mér, bara af því að ég hefði lengstan starfsaldur í fyrirtækinu.

Þegar heim er komið og fyrsti hádegismaturinn okkar allra saman tekur framkv.stjórinn til máls yfir allan hópinn og segir að þar sem að mér hafi lítið orðið ágengt í karlamálum væru þeir farnir að hafa áhyggjur af því að ég hlyti að vera einmanna heima hjá mér svona kvöld eftir kvöld með engan félagsskap, því hafi þeim dottið það í hug að "færa" mér félagsskap að gjöf.  Í því dregur hann upp úr svörtum poka 7" gúmmífélaga með "boltum" og alles,W00t grey ég sem að var nýbúin að taka mér bita af brauðinu sem að stóð nú kyrfilega fast í hálsinum á mér og gat ég engan vegið komið bitanum niður. Við vorum öll að veltast um úr hlátri og ég að kafna enda stóð allt fast....ég var orðin vel rauð í framan með tárin lekandi niður kinnarnar af hlátri þegar að sölustjórinn veitir því athygli hvað ég væri rauð í framan og tilkynnir öllum að loksins hafi þeir fengið mig til að roðna, nei ég var sko ekki að roðna, heldur var ég að kafna.
En skondnar eru nú þessar lýsingar á umbúðum svona varnings, á þessum stóð 1 size fits MOST!!!
Þannig að daginn eftir bregð ég á það ráð að ganga um eins og ég væri með tunnu í klofinu og sagði svo: "jáááá, nú skil ég af hverju þeir segja 1 size fits MOST á umbúðunum"  Grin

Á flestum vinnustöðum hefði svona húmor verið tekinn sem einelti eða kynferðislegt ofbeldi á vinnustað, en þann dag sem að svona húmor og kátínu er ekki lengur að finna á mínum vinnustað þá fyrst fer ég að hafa áhyggjur. En yfirmenn munið það að það verður að þekkja sitt starsfólk vel áður en svona er látið flakka, því að ekki eru allir einstaklingar eins og þarf mis mikið til að særa blygðunarkennd einstaklings.


Loksins komin á bloggið

Jæja jæja, það hlaut að koma að því, ég með mína bloggsíðu.  Hver hefði trúað því að það mundi gerast. Það var nú ein ágæt vinkona mína sem að spurði mig um daginn af hverju ég stundaði ekki bloggskrif þar sem að sjaldan væri ég kjaftstopp og hefði oftast frá einhverri vitleysu að segja.

Þannig að hér er ég komin. Veit nú ekki hvað ég á eftir að vera iðin við að rita eitthvað hérna inn, en það verður bara að koma í ljós. Ætli það verði ekki þannig á endanum að ég verði sú eina sem að les bullið og skoðanirnar í sjálfri mér.Errm


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband