Miltisbrandshverfið....hverfið mitt.

Ég er svo lánsöm að búa í Garðabæ, eða það hélt ég.

Eins og alþjóð veit að þá voru grafnar miltisbrandssýktar beljur á landi bónda eins, hér í Gbæ., fyrir einhverjum tugum ára síðan. Crying Eins og flestir vita líka getur þessi veira lifað í 200 ár þó að grafin sé. Þegar ákveðið var fyrir rúmum 2 árum síðan að úthluta skildi á þessum eina græna blett á þessu svæði fóru af stað miklar umræður. Td. vegna þessara hræa, því enginn vissi í raun hvar þessar sýktu beljur voru lagðar til hinstu hvílu, svo þar fyrir utan að taka þetta svæði sem að gæti verið hið fínasta útivistarsvæði undir íbúðarhverfi.

En hvað um það úthlutaðar voru litlar lóðir á fáránlegu verði og og nú er byrjað að grafa, valta og steypa. Svo um daginn fundust beljurnar umræmdu. Ekki einum einasta kjafti í nágrenninu var tilkynnt um fundinn, heldur komumst við nágrannarnir að þessum atburði einungis í fréttum. Hefði mér nú fundist sjálfsagt að fá að vita þegar að þetta kom í ljós.

Manni varð svolítið hverft við að frétta af þessu. Maður bjóst nú svosem alveg við því að þetta mundi gerast en ég hélt að maður fengi nú líka að vita af því þegar að það gerðist, en nei ekki eitt einasta orð frá yfirvöldum. Vindáttin þennan dag kom beint frá þessu svæði og yfir í áttina þar sem að ég bý. Ýmsar hugsanir flugu í gegum hugann og þar á meðal sú hvort að ég þyrfti nú að fara og fjárfesta mér í súrefnisgrímu!!!Ninja

Er það einhver vitleysa í mér eða eru það ekki réttindi mín að hafa verið látin vita af þessu á einhvern annan hátt heldur en bara í fjölmiðlum löngu eftir fundinn á kúnum? Hefði td. ekki verið viðeigandi að setja smá snefil inn um bréfalúguna mína sem að mundi bíða eftir mér þegar ég kæmi heim úr vinnu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert að óttast,Eva!Og viltu heldur nefna kýrnar kýr eða nautgripi,kann betur við það.

Kýrunnandi (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 21:36

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Kæra Eva...Sjáðu... Geirfinnur dysjaður á Markarflöt 11 Garðabæ Mál 214.googlepages.com

Guðrún Magnea Helgadóttir, 28.11.2007 kl. 21:43

3 Smámynd: Eva H.

Kæri kýrunnandi,

Ætlaði engan að móðga, enda eru kýr alveg frábærar og kíki nú reglulega í fjós, by the way notendanafnið mitt er madCOW.

Eva H., 28.11.2007 kl. 22:01

4 Smámynd: Eva H.

Hæ Guðrún,

já maður fer nú bara virkilega að pæla í hvað hafi verið að gerast hérna í bænum á árum áður hmmm....

Eva H., 28.11.2007 kl. 22:02

5 identicon

Hæ krútt

Hvernig væri nú að prufa að flytja út á land  nafli alheimsins kemur sterkur inn ...já rétt hjá þér Borgarnes

Kveðja

Skessan

Guðrún E. Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 12:11

6 Smámynd: Eva H.

Guðrún mín,

ehemm, ertu viss um að þú viljir mig sem nágranna hahahahahhehehe??

Eva H., 11.12.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband