hvað varð eiginlega um jólin....

nú eru jólin komin og farin og tekur hinn raunveruegi hversdagsleiki aftur við eftir vikur af ofáti, of-verslun, of-stressi, of-þreytu í staðin fyrir að hafa notið þess að vera til og hvíla sig soguðust því miður allt of margir inní umhverfi hraðans.

Jólin í raun hlupu framhjá mér. Það var reyndar mikið um veikindi og óheppni sem að herjaði á heimilið þannig að maður náði kannski ekki eins mikið að njóta þeirra. Svo var veðrið á gamlárskvöld með eindæmum þannig að þar fannst mér ég missa af einum degi. Það var varla hundi útsígandi það kvöld. En nóg er búið að vera um flugeldasprengingar síðustu daga til að bæta missinn upp. :)

Nú eru sem betur fer, 7-9-13, allir orðnir heilir heilsu á heimilinu. Nú tekur bara við að plana sumarfríið. Gott að gera það bara nógu snemma til að hafa einhvers til að hlakka til og að sjálfsögðu til að ná í hagstæðasta verðið. Planið er að fljúga til Malaga í ár og stoppa þar í 2 vikur. Er búin að finna þar fína íbúð rétt hjá Fuengirola. 2 svefnherbegi með 2 wc og sérgarði ofl. Lítur virkilega vel út. En núna í mars er stefnan tekin á Barcelona með vinnufélögunum. Það á bara eftir að vera fjör eins og er alltaf þegar að þessi hópur kemur saman......bara tær snilld. Gott að geta hrist okkur vel saman fyrir vertíðina sem að framundan er hjá okkur í vor.

Verst að jólin eru ekki búin í næstu viku...einhver leti í mér og ég nenni ekki að tína allt jóladótið saman og koma því uppá loft. En illu er best af lokið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband