Hvað verður næst?

Jæja jæja, ekkert búin að láta heyra í mér í nokkra daga, enda alveg góð ástæða fyrir því. Búin að vera einhver veikinda og rafmagnstækjapúki á heimilinu.Devil

Á föstudaginn síðasta er dóttir mín lasin, þannig að ég nýti mér daginn í að ryksuga og sjæna svona aðeins heima hjá mér. Ég sting ryksuginni í samband og frá henni heyrist þetta svakalega hljóð. Þetta var alveg eins og græjan væri stífluð þannig að ég ríf allt í sundur til að kanna málið, nei nei engin stífla og allt eins og hlutirnir eiga að vera nema þetta blessaða hljóð í mótornum og sogkrafturinn alveg farinn þannig að ég hefði alveg eins getað notað barbie ryksugu dóttur minnar því hún hefði örugglega virkað betur en mín.Angry

Um kaffileitið er litla dúllan mín orðin svöng og langar alveg svakalega í ristabrauð, ekkert mál....eða það hélt ég. Ég sting brauðinu í ristavélina, næ í ostinn smjörið og svona, plúff brauðið kemur upp úr brauðristinni.....alveg óristað. Skelli því aftur niður því að ég hélt að ég hafið bara ýtt á defrost takkann og því brauðið ekki ristast.....nei hei þá er í ristavélin eitthvað ekki í lagi þannig að alltaf þegar ég ýti takkanum niður þá er vélin föst á reheat....fínt að ég var með ágætis þolinmæði þennan dag því 5 tilraunum og ca. 8 mínútum síðar var brauðið orðið létt ristað.

Nú dagurinn leið og ég kíkti í eitthvert Elko eða Byko blað til að sjá hvað nýjar ryksugur og ristavélar kosta, jólin eru nú framundan en þetta er nú kannski ekki eitthvað sem að manni langar í jólagjöf.Pinch

Á laugardeginum var litla dúllan ennþá með hita þannig að við ákváðum að setjast niður við mæðgurnar og horfa á Shrek hinn þriðja (snilldin ein) en nú er það sjónvarpið. Það fór þá að hafa sínar sjálftæðu hugsanir með sitt eigið lita og hljóðval....1/4 af skjánum var þá í bleikum og grænum lit. (Litlu minni fannst það nú bara svolítið kúl) Svo var hljóðið nú ekkert til að hrópa húrra yfir eitthvað bölvað skruð allan tímann. Þetta er nú farið að gerast reglulega en ekki alltaf. Nú býð ég bara eftir því að það gefi gjörsamlega upp öndina og að ég þurfi að kaupa nýtt. Eitt er þó jákvætt í þessu öllu saman ég spara mér 2 ferðir í Sorpu get farið með þetta allt í einu lagi. Hvað er næst...ísskápurinn, nei annars hann eyðilagðist fyrir 4 árum( og var þá nýr ) nú eða þvottavélin, nei annars hún eyðilagðist fyrir 2 árum( þá var sú vél aðeins 1 árs ) Held að ég sé búin að taka út minn bilanaskammt fyrir næsta árhundraðið, takk fyrir.

Kæru vinir og vandamenn....ég ætla að gera undanþágu á heimilistækjareglunni þessi jól er með gjafa óskalista, eins og mörg brúðhjón eru með, í Sjónvarpsmiðstöðinni og ELKO, hehehe Grin

Ps.
Til að toppa allt var hringt úr leikskólanum í gær og ég beðin um að sækja barnið, hún var víst farin að æla, í dag er ég svo alveg eins og tuska, held að ég sé búin að ná mér í einhverja pest. Þið sem getið, sendið mér þá aukaorku sem að þið hafið til mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

væri ekki ráð að kaupa tryggingu hjá vís sem heitir F+4 þar eru heimilistæki

tryggð fyrir bilunum fyrstu 4 árin.

Örvar (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 20:39

2 Smámynd: Eva H.

Er vel tryggð hjá TM enda voru þeir ekki lengi að sjá til að ég fengi nýjan ísskáp á sínum tíma og líka þvottavél þegar að hún fór. Reyndar eru þessi tæki sem að nú fóru eldri en 4 ára.

Eva H., 27.11.2007 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband