Færsluflokkur: Spil og leikir

Held að óhappapúkinn minn hafi farið með íslenska liðinu á EM :(

Ég held að óhappapúkinn minn sem er búinn að elta mig undanfarið sé farinn að hrella íslenska landsliðið....vildi nú samt að hann væri að hrella önnur lið en ekki Íslendinga.  Leikur Íslendinga og Frakka er sem sagt nýbúinn.

Mikið svakalega er ég svekkt. Ég ætla að vona að þetta sé ekki það sem að koma skal í milliriðlinum og að þetta sé bara einhver svakaleg brella sem að þeir eru með og komi svo filefldir með víkingaskapið á réttum stað og hörkuna sem aldrei fyrr. Við getum sko gert miklu betra en þetta. En eitt verð ég að segja þeim til varnar og það er að það er aldrei nein uppgjöf hjá þeim en eitthvað er samt ekki að virka þarna inná vellinum. Það er ekki endalaust hægt að segja að það hafi vantað Ólaf Stefáns.  Þetta er hópíþrótt sem að enginn einn maður getur haldið uppi.

En mikið svakalega er gaman að heyra í íslensku stuðningsmönnunum á svæðinu. "Áfram Ísland" og "skora Ísland skora" gnæfir yfir allt og halda mætti að einungis Íslendingar væru í áhorfendastúkunni. Tónlist með Bubba og Jeff Who dundi í höllinni. Ég dáist að því hvað vel er stutt við bakið á strákunum og tel ég að ef ekki væri stuðningur sem þessi hefðu úrsitin verið enn verri. Við getum deffinetly orðið Evrópumeistarar í stuðningsmanna-móti væru þau haldin.

Nú vona ég bara að óhappaára íslenska landsliðsins fari nú að huga að brottför til enn fjarlægari staða nú eða bara í annað lið svo að okkur geti nú farið að ganga betur.

Áfram Ísland, koma svo.


mbl.is EM: Níu marka tap gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband