Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
24.2.2008 | 16:32
Bara vel sátt
Fimm mánaða Eurovision maraþoni er loks lokið ( eða þar til í mai ). Rúv kann sko að teygja lopann, en oft munaði nú mjóu að lopinn slitnaði svo langdregið var þetta á köflum.
Sigurlagið er nú bara nokkuð gott og eru alveg mjög frambærilegir og pro söngvarar þar á ferð sem að eiga áreiðanlega eftir að standa sig með miklum sóma.
Þarna var nú samt að finna mjög misjöfn lög. Þarna var að finna lag sem að best hefði átt heima í þessari keppni fyrir rúmum 20 árum síðan að mig minni að lagið hafi heitið Hvað var það sem þú sást í honum.....ég sá nú bara ekkert í þessu lagi kannski fyrir 20 árum síðan en ekki í þessari samtíð.
Dr. Spock voru náttúrulega bara snillingar á sviðinu...og það að láta rafstýrðan gulan uppþvottahanska krúsa um á sviðinu var tær snilld ásamt því að syngja á serbnesku. Það hefði nú verið svakalega forvitnilegt ef að þeir félagar hefðu komist út í aðalkeppnina, eitthvað sem að ég hefði nú alveg verið til í að sjá og kannski þá sérstaklega að sjá hverju þeir félagar mundu taka uppá......kannski hefðu þeir dreift gulum uppþvottahönskum í stað smokka til að stuðla að hreinlæti á heimilum eða í stjórnmálum.
Lagið með Ragnheiði Gröndal var kannski ekki Eurovision lag en engu að síður afskaplega flott enda ein af færustu söngönum landsins þar á ferð.
Svo er það Hey hey ho ho eitthvað.... ætti kannski að hafa heitið Ha hahahahaha, eftir þennan flutning sem var bara hreint út sagt hræðilegur.
Grey söngkonan ég beinlínis sökk í sófann ég skammaðist mín svo mikið og vorkenndi grey stelpunni um leið. Hún náði nú aðeins að rífa sig upp í lokin en byrjunin var ömurleg, hún söng allavega einni tóntegund neðar en í td. útvarpsútgáfunni. Þetta lag er nú alveg ágætt í útvarpinu en live var þetta bara alls ekki nógu gott, að mínu mati. Kannski að henni vanti bara aðeins meiri reynslu og æfingu í reynslubankann sinn. Ég vona að hún láti þessa frammistöðu ekki draga úr sér kjark og haldid áfram að æfa sig, því jú æfingin skapar meistarann.
Eurobandið fer til Serbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 20:46
Fylgir fjarstýringin með....
hahaha.....hef ekki heyrt annað eins í háa herrans tíð. Svo er það spurningin að ef að útvarpsbylgjur rofna eða truflast, svona eins og gerist heima hjá manni stundum, hvað gerist þá? Fær fjársjóðurinn að góssa bara si svona.
Nei, ég bara spyr.
Fjarstýrðar sáðfrumur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2008 | 22:23
Bíllinn...taka 2
Jæja kæru vinir. Búin að vera arfa slök á blogginu síðustu vikur og í raun ekki kveikt á tölvunni á kvöldin eftir vinnu.
En ég varð samt að deila þessu með ykkur. Ég sagði ykkur frá því um daginn að bíllinn fór "að bremsa"....og ég rauk af stað og lét skipta um klossa því að svo virtist sem að þeir hefðu hrokkið af sínum stað og sátu fastir við diskinn. En svo fór hann að láta svona aftur á föstudags eftirmiðdag þegar ég var á leið heim úr vinnu. Eftir bollaleggingar með vinnufélaga mínum ákvað ég eftir hans tilmælum að hringja í Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur sem að staðsett er í Bæjarflötinni í Grafarvogi. Bjóst nú við að mín mundi bíða einhver bið þar til að þeir kæmu bílnum inn til viðgerðar. En nei ekki málið, ég mátti bara koma með hann strax á mánudagsmorgun, enda væri bíllin svo að segja óökufær í þessu ástandi og ekki má maður vera bíllaus í langan tíma.
Og það sem að toppaði þetta allt var það að þeir tóku ekki einu sinni allan daginn til að gera við hann. Það þurfti að skipta um eitthvað dót í bremsudælunni, hreinsa bremsurnar og svo lét ég smyrja bílinn í leiðinni.
Nú er bíllinn bara eins og nýr bíll. Frábær þjónusta sem að óhætt er að mæla með.
Bloggar | Breytt 14.2.2008 kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2008 | 22:12
Marg borgar sig að kunna fyrstu hjálp!
Það sýnir sig og sannar að það er nauðsynlegt að kunna fyrstu hjálp enda geta hárrétt viðbrögð fystu 60 mínúturnar skipt sköpum. Greinilega aldrei of snemmt né of seint að kenna réttu handbrögðin ( viðbrögðin ) þegar að mikið liggur við.
Hrós til ykkar feðgar.
Bjargaði eiginkonu í hjartastoppi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2008 | 20:36
Hvað ratar ekki í fréttirnar ?
Viktoría með nýtt tattú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)