14.4.2008 | 20:31
Orðin árinu eldri....
og ekki eitt grátt hár á kollinum....hef reyndar ekki séð minn eigin áralit í smá tíma þannig að hver veit hvað býður mín þarna undir öllum Wella litnum keyptum í Bónus
Spennandi verður að sjá hvað býður mín næsta árið, jú ég veit að ég á eftir að skella mér í sólina í sumar með skvísunum mínum það er ef að óhappapúkinn leyfir mér það. Já talandi um hann held ég að hann sé kominn í dvala 7-9-13. Ég vona að hann hafi fundið sér eitthvað annað hreiður til að stinga sér niður í.......jú annar ég veit hvar hann er, hann fann sér nýtt viðfangsefni, íslensku krónuna eða bara íslenska hagkerfið í heild sinni, já veistu ég held hreinlega að hann sé þar það er allavega allt á niðurleið í þessu blessaða kerfi okkar með þessu verðlausu krónu okkar.
Kærar þakkir til allra þeirra sem að höfðu fyrir því að hringja í mig mað afmælisóskir á afmælisdaginn sem að var yndislegur í alla staði, meira það segja fékk ég vefkort frá þjónustuflulltrúanum í SPM þar sem að við í vinnunni skiptum við.
Þið hin sem að gleymduð mér en bjóst við að heyra í, jamm svolítið sár en ég á víst aftur afmæli að ári.
Athugasemdir
Congrets..........snúllan mín
Heyrumst síðar
Skessan
guðrún E. Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.