24.2.2008 | 16:32
Bara vel sátt
Fimm mánaða Eurovision maraþoni er loks lokið ( eða þar til í mai ). Rúv kann sko að teygja lopann, en oft munaði nú mjóu að lopinn slitnaði svo langdregið var þetta á köflum.
Sigurlagið er nú bara nokkuð gott og eru alveg mjög frambærilegir og pro söngvarar þar á ferð sem að eiga áreiðanlega eftir að standa sig með miklum sóma.
Þarna var nú samt að finna mjög misjöfn lög. Þarna var að finna lag sem að best hefði átt heima í þessari keppni fyrir rúmum 20 árum síðan að mig minni að lagið hafi heitið Hvað var það sem þú sást í honum.....ég sá nú bara ekkert í þessu lagi kannski fyrir 20 árum síðan en ekki í þessari samtíð.
Dr. Spock voru náttúrulega bara snillingar á sviðinu...og það að láta rafstýrðan gulan uppþvottahanska krúsa um á sviðinu var tær snilld ásamt því að syngja á serbnesku. Það hefði nú verið svakalega forvitnilegt ef að þeir félagar hefðu komist út í aðalkeppnina, eitthvað sem að ég hefði nú alveg verið til í að sjá og kannski þá sérstaklega að sjá hverju þeir félagar mundu taka uppá......kannski hefðu þeir dreift gulum uppþvottahönskum í stað smokka til að stuðla að hreinlæti á heimilum eða í stjórnmálum.
Lagið með Ragnheiði Gröndal var kannski ekki Eurovision lag en engu að síður afskaplega flott enda ein af færustu söngönum landsins þar á ferð.
Svo er það Hey hey ho ho eitthvað.... ætti kannski að hafa heitið Ha hahahahaha, eftir þennan flutning sem var bara hreint út sagt hræðilegur.
Grey söngkonan ég beinlínis sökk í sófann ég skammaðist mín svo mikið og vorkenndi grey stelpunni um leið. Hún náði nú aðeins að rífa sig upp í lokin en byrjunin var ömurleg, hún söng allavega einni tóntegund neðar en í td. útvarpsútgáfunni. Þetta lag er nú alveg ágætt í útvarpinu en live var þetta bara alls ekki nógu gott, að mínu mati. Kannski að henni vanti bara aðeins meiri reynslu og æfingu í reynslubankann sinn. Ég vona að hún láti þessa frammistöðu ekki draga úr sér kjark og haldid áfram að æfa sig, því jú æfingin skapar meistarann.
Eurobandið fer til Serbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.