12.2.2008 | 22:23
Bíllinn...taka 2
Jæja kæru vinir. Búin að vera arfa slök á blogginu síðustu vikur og í raun ekki kveikt á tölvunni á kvöldin eftir vinnu.
En ég varð samt að deila þessu með ykkur. Ég sagði ykkur frá því um daginn að bíllinn fór "að bremsa"....og ég rauk af stað og lét skipta um klossa því að svo virtist sem að þeir hefðu hrokkið af sínum stað og sátu fastir við diskinn. En svo fór hann að láta svona aftur á föstudags eftirmiðdag þegar ég var á leið heim úr vinnu. Eftir bollaleggingar með vinnufélaga mínum ákvað ég eftir hans tilmælum að hringja í Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur sem að staðsett er í Bæjarflötinni í Grafarvogi. Bjóst nú við að mín mundi bíða einhver bið þar til að þeir kæmu bílnum inn til viðgerðar. En nei ekki málið, ég mátti bara koma með hann strax á mánudagsmorgun, enda væri bíllin svo að segja óökufær í þessu ástandi og ekki má maður vera bíllaus í langan tíma.
Og það sem að toppaði þetta allt var það að þeir tóku ekki einu sinni allan daginn til að gera við hann. Það þurfti að skipta um eitthvað dót í bremsudælunni, hreinsa bremsurnar og svo lét ég smyrja bílinn í leiðinni.
Nú er bíllinn bara eins og nýr bíll. Frábær þjónusta sem að óhætt er að mæla með.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.