Peninga-PLOKK

Okkur mæðgum datt það í hug, eftir að hafa orðið frekar latar eftir leik Íslendinga og Þýskalands á EM,  að ná okkur í mat á Nings, Kópavogi.Ég skelli mér á netið til að kíkja á matseðilinn sem að var mjög aðgengilegur og skýr og príddu margir girnilegir réttir síðuna.Okkur leist strax vel á tilboð no. 2. Djúpsteiktar rækjur, núðlur, kjúklingaréttur og svínakjötsréttur.....nammi namm. SmileHerlegheitin áttu að kosta kr. 2.490,- fyrir 2. En svo er nú það að ég er með ofnæmi fyrir rækjum þannig að mér datt í hug á fá djúpsteiktan kjúkling í staðinn (ATH.svoleiðis kjúlla er að finna á matseðlinum.) Spurði ég herrann sem tók pöntunina í símanum hvort að ekki væri hægt að skipta út rækjunum fyrir kjúlla. Jú það hélt hann nú EN það kostar 300 kr pr. mann að breyta tilboðinu. Bíddu, ég sé ekki alveg rökin í því. Rækjur eru dýrari en kjúklingur. Það er heldur ekki eins og þeir hafi verið að sér gera svona kjúkling bara fyrir mig þar sem að þeir bjóða uppá svona kjúkling á matseðlinum. Þetta fannst mér algjört RÁN. Þannig að máltíð sem að átti að kosta 2.490,- kostaði á endanum 3.090,- fyrir ódýrara hráefni en nákvæmlega sama magn. Svarið sem að ég fékk var: “ Það kostar að breyta tilboði, 300 kr pr mann.”Aldrei hef ég verið rukkuð fyrir það á Dominos fyrir að skipta einu áleggi fyrir annað á tilboðs pizzu. Aldrei hef ég heldur verið rukkuð fyrir að skipta út piparsósu fyrir sveppasósu á steikhúsi. Aldrei hef ég verið rukkuð fyrir að skipta út hunangssinnepssósunni á Friday’s og fengið kokteilsósu í staðinn, þó að tilboðið á barnamatseðlinum segir að H-sinnepssósan eigi að vera með.Manni hreinlega blöskrar þetta. Eitt sem víst er ég mun ekki koma til með að panta mat þarna í bráð sem að er eiginlega sorglegt því að maturinn var góður og ekkert yfir honum að kvarta. Held að þeir mættu aðeins hugsa sinn gang varðandi gjaldtöku hjá sér. Því að ekki er þetta ódýrasti veitingastaðurinn á landinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband