Besti ljóskubrandarinn í lengri tíma

Ljóska, brúnka og rauðka voru allar staddar í sama starfsviðtalinu.

Fyrst var brúnkan kölluð inn og sem hún var rétt að klára að fylla út starfsumsóknina sína var hún spurð að því hvað það væru mörg D í Indiana Jones.Brúnkan hugsaði sig um í nokkrar sek og svaraði svo “Eitt”! Að því loknu var henni þakkað fyrir og henni sagt að hún yrði látin vita síðar um daginn hvort hún yrði ráðin eður ei.  Næst inn var rauðkan. Þegar hún var búin að svara öllum spurningunum á starfsumsókninni var hún spurð: “Hvað eru mörg D í Indiana Jones”?Án þess að hugsa sig nokkuð um svaraði hún “Eitt”!Henni var svo þakkað viðtalið og henni sagt að hún yrði látin vita af eða á með starfið þennan sama dag. Að lokum var komið að ljóskunni. Hún kláraði að svara starfsumsókninni og svo var komið að munnlegu spurningunum.“Hvað eru mörg D í Indiana Jones” var hún spurð.
Ljóskan varð grafalvarleg á svipinn og byrjaði að telja á puttunum á sér…..”2…..4…..6….,hmmmm….bíddu….2…..4…..6….hérna má ég nokkuð fá lánaðan vasareiknir hjá þér ?” 
Henni er réttur vasareiknir og eftir um það bil fimmtán mínútur af útreikningum fram og tilbaka segir hún hróðug : Það eru 27 “ !!!! 
Spyrillinn horfir furðu lostinn á hana og segir : Okeeeeiii….og hvernig í ósköpunum gastu fengið þá niðurstöðu ??????” 

“Jú sjáðu til “ svaraði ljóskan og…….

DA DA DA DA, da da da, da da da da, da da da da da, da da da da, da da daaaa, dara daaara daaaara daaaaaaaa!

(fyrir þá sem að eru virkilega ljósir þá er þetta titillag myndarinnar)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Já, titillagið. Jahá. Og hvernig hljómar það?

Vendetta, 24.1.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband