2.1.2008 | 17:56
Furðulegt......
.....hvað fólk virðist fá útrás með því að skemma fyrir þeim saklausu. Um áramótin í 2006-2007 var einmitt brotin rúða í leikskóla dóttur minnar. Mörg verkefni barnanna sem að voru þar inni (þar á meðal dóttur minnar) skemmdust. Þessar saklausu sálir sem að voru búin að leggja hug sinn og hjarta í að föndra eitthvað fallegt, var ónýtt. Svo er afskaplega erfitt að útskýra fyrir 3ja. ára gömlu barni hvernig einhver getur verið svona illgjarn og gert svona hluti, því að það er ekki hægt að réttlæta þetta á neinn hátt né útskýra því að þetta er með öllu óútskýranlegt.
Mér finnst sorglegt að fólk skuli þurfa að taka út sína reiði og örvinglan á þennan hátt.
Skemmdarvargar á ferð á nýársdag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Undarleg aðferð til skemmtunar. Ég fékk 4 steina í jólagjöf um þarsíðustu jól...verst að bíllinn minn var læstur og þeir fundu enga aðra leið en að skila þeim inn um bílrúðurnar. Þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að pakka þeim inn!!!
Sammi (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.