Já það hlaut að vera eitthvað meira.

Ég sem var orðin svo bjartsýn í síðasta bloggi og taldi að hlutirnir gætu ekki orðið verii en þeir hafa orðið síðustu vikur.Frown

Já já bjartsýni er nú alltaf góð sér í lagi í þessu blessaða ástandi sem að ég er búin að vera að glíma við. Allavega frá því síðast að ég bloggaði og sagði frá bilaða klósettkassanum og stelpunni með streptakokka hefur þetta gerst.

Ég var sem sagt greind með streptakokka á sunnudaginn 23 des...eftir að hafa legið í heilann dag í móki af völdum hita ákvað ég að staulast til læknis því að það var orðið and#$%" sárt að drekka og borða vegna særinda í hálsi. Á læknavaktinni var fullt út úr dyrum eins og vanalega en þetta gekk nokkuð fljótt fyrir sig. Nema hvað blessaði læknirinn gat endalaust blaðrað eftir að hann var búinn að láta mig fá lyfseðilinn, ég hélt að ég mundi aldrei sleppa eftir að hann byrjaði að tala um innkyrtlafræði, greiningar og Kára Stefánsson. Lá ég þarna fram á borðið hjá honum hlustaði og sagði bara hmmm.....hmmmm, hugsaði ég bara um fínu sængina sem að byði mín heima þegar að ég loksins mundi losna út frá honum. Þá um kvöldið var litla dúllan mín rokin aftur upp í 39 stiga hita og var vægast sagt mjög tuskuleg greyið og hún enn á sýklalyfjum þannig að mér fannst það skrýtið að hún væri með hita, því var hringt á lækni því að sjálf var ég svo illa á mig komin að ég treysti mér ekki út fyrir hússins dyr. Rúmum 2. tímum eftir að læknirinn fór var snúllan svo komin með höfuðið gubbandi ofan í fötu.Sick

Byrjaði þorláksmessu á því að halda áfram að aðstoða barnið mitt með uppköst og tilheyrandi....ekki beint æðislegt en svo var þetta líka bara búið hjá henni.
Seinnipart þorláksmessu verð ég síðan fyrir því óláni að brjóta úr fyllingu í tönninni hjá mér með tilheyrandi sársauka sem að fylgdi. Á aðfangadag kíki ég snemma um morguninn í símaskrána hvernig þetta væri með neyðarvakt tannlækna....þar segir opið milli 11 og 13. Nákvæmalega kl. 11 hringi ég...nei nei þá tekur við einhver símsvari sem að tjáir mér það að það sé búið að vera opið hjá einum tannsanum frá kl. 9 um morguninn og að þeirri vakt ljúki kl 12. TAKK

Ég hringdi hið snarasta í tannsa en þá voru 10 manns að bíða eftir að komast að ætli það sé ekki allavega 3 tíma bið?? En daman á símanum benti mér á að koma bara strax á jóladag og láta kíkja á tönnina mína. Ég sem sagt með tannpínu, hita og alveg orkulaus á aðfangadag þannig að í staðinn fyrir að elda heima eins og planið var tróðum við okkur mæðgurnar í mat til foreldra minna sem að getur verið eins og að sitja á fullri púðurtunnu með stjörnuljós eða rafsuðutæki. (skilji þeir sem að þekkja til) :)
En allt fór fram með stóískri ró og borðaður var góður matur og afi og amma voru allt í einu komin með hjálparhendur við að opna pakkana og ganga frá...á meðan lá ég meira og minna fyrir og reyndi að halda á mér hita eða kæla mig niður á víxl.

En dagurinn í dag er sem sagt búinn að fara í tannlæknaferð og njóta þess síðan að vera með börnunum. Öllum líður okkur miklu betur í dag sem betur fer og getum við því farið að njóta þess sem að eftir lifir af þessum jólum.

Vona svo sannarlega að það séu ekki fleiri sem að hafa verið jafnóheppnir og ég um jólin.

Gleðileg Jól allir saman og njótið hverrar einustu mínútu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku krúttið mitt gleðileg jólin þetta er nú meiri sjúkrasagan af ykkur mæðgum...en vonandi er þetta allt afstaðið og þið eigið góða daga framundan

Kær kveðja

Skessan

Guðrún E. Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 09:59

2 Smámynd: Eva H.

Takk fyrir skilninginn Fullur.
Ef að þér finnst þetta skondið vil ég líka benda þér á Gibraltar söguna mína þar sem að óheppnin hélt áfram að elta mig.........hver heldur þú að vilji svo sem kaupa svona í skets, væri nú samt fyndið að sjá sjónvarpsútgáfuna af þessu.

Eva H., 29.12.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband