Óhappahrinan heldur áfram...hvar endar þetta??

Jæja, ég er ekki fyrr búin að segja ykkur frá því þegar að ryksugan dó og sjónvarpið fór að klikka. Nú er komið nýtt stórt babb í bátinn. Frown

Þetta er það stórt dæmi að ég þurfti að kalla til matsmann frá tryggingafélaginu mínu TM. Sko þannig er mál með vexti að síðustu 2 vikurnar eða svo hef ég tekið eftir dularfullri bleytu inni á baði hjá mér. Ég hef bara alltaf haldið að stelpunar mínar hafi bara verið aðeins of fjörugar í baði, sem að er ekki óvanalegt á mínu heimili, og ég ekki þurrkað nógu vel upp. En nú fór ég að grandskoða málið betur.......það var alltaf bleyta þarna á þessum stað.

Sem sagt klósettkassinn lekur, og hann er innbyggður á bakvið heilan helling af flísum og timbri. Svo er lekinn búinn að skemma flísarnar á gólfinu. Þar sem að flísarnar eru ekki lengur til sem að eru á gólfinu né utan um wc kassann og baðið þá bíður það mín á nýju ári að láta rífa allt draslið af og láta setja upp nýtt, vona að ég fái nú eitthvað um það að segja hvernig flísar verða settar, því að þetta voru sko ekki einhverjar 990 kr flísar sem að ég valdi á sínum tíma. Svo er alltaf önnur leið hvort að maður eigi bar að þiggja bætur og fá sér múrara og láta gera þetta sjálf. Veit það bara að ég á eftir að fá frábæra þjónustu hjá TM eins og áður.

Auglýsi hér með eftir flísalagningamanni heheGrin

ó og til að toppa þetta allt þá er litla dýrið mitt með streptakokka Pinch

En fyrir utan þessi "smá" áföll mín síðustu vikur hef ég það fínt, getur varla orðið verra úr þessu eða hvað??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl elskan,

varð að kvitta fyrir mig, því ég fékk svo mikið lúkk um daginn .

Annars kom ég í land á laugardaginn, er að skríða saman, vona að sjóriðan verði farin á aðfangadagskvöld...

 Borðaðu nú ekki fyrir þig af nammi

bestu jólakveðjur...

Gummi Gísla (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband