17.12.2007 | 15:32
Jólin Jólin allsstaðar.....eða hvað?
Jæja blessuð jólin á næsta leiti. Ég hef spurt marga að því hvort að þeir séu ekki komnir í jólaskap: Jú jú, en samt ekkert endilega, er svarið sem að ég er að fá oftast. Ég verð að segja það sama með sjálfan mig, mér finnst vanta einhvern neista, já þennan eina sanna jólaneista í hjartanu.
Hef verið að velta því fyrir mér af hverju þessi tilfinning sé svona yfirráðandi. Getur verið að jólin sé orðin svona meiri kvöð og skylda, stress og álag, kaupa pakkana, pakka þeim inn, keyra út, versla í matinn, skreyta, þrífa, skúra og allt hitt, frekar en að vera kyrrðarstund með fjölskyldu og vinum og njóta samverunnar með þeim. Mér finnst því miður svo margt einkennast af einhverju stressi og mikilmennsku brjálaði að það nær að draga mig niður líka, þó að ég reyni að forðast þessar aðstæður enda búin að versla flest til jólanna fyrr á árinu. Kaupa sem mest, stærst og flottast, metingur manna á milli virðist einkenna þessi jól, hver sá sem að eyðir mest, fær það flottasta og dýrasta, stendur uppi sem sigurvegari. Ég held að hinn eiginlegi jólaandi hafi týnst einhversstaðar á leiðinni inní tíma brjálæðisins sem að jólin viðrast einkennast af núna. Kortafyrirtækin fagna tíðinni enda hala þau inn peningum eins og kaupmenn. J
Ég veit að með mig að dýrmætasta jólagjöfin sem að ég get óskað mér er sú að fá að vakna í faðmi dætra minna á aðfangadag, knúsa þær og kyssa og njóta jólanna í samveru þeirra....og það kostar hreinlega ekki neitt nema kærleik.
Gleðileg Jól öll.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.