Vonskuveður, byggingaraðilar og björgunarsveitirnar!!

Ég held að þetta brjálaða veður síðustu nótt hafi ekki farið fram hjá neinum á suðvesturhorninu. Það fór allavega ekki framhjá mér.Crying

Eins og áður hefur hér komið fram þá er verið að byggja nýbyggingar í hverfinu hjá mér og ég varð þess virkilega vör í gærkvöldi. Mér finnst eiginlega mikið ábyrgðarleysi af eigendum slíkra lóða og bygginga að ganga ekki vel frá öllum lausahlutum sem að geta fokið í vonskuveðri líkt og var þá. Angry

Það voru flestir eigendur búnir að ganga virkilega vel frá sínum munum á svæðinu en eins og vill verða þá var einn sem að greinilega hafði litlar áhyggjur. Rétt fyrir miðnætti tókst vinnuskúrinn á loft, beint á hliðina fór hann út á miðja götu. Bifaðist hann nær og nær garðinum hjá mér og liðaðist meir og meir í sundur. Ég hringdði að sjálfsögðu í lögregluna sem að gerði viðeigandi ráðstafanir. Stuttu síðar af sömu lóðinni kom heill farmur af frauðplasti fljúgandi á húsið hjá mér og nágrannanum og olli tjóni á rennum hjá honum en sem betur fer ekkert tjón hjá mér. Nú er þetta frauðplast eins og staðgengill jólaljósa í öllum trjám hjá okkur.

Stuttu síðar komu bjargvættirnir í björgunarsveitinni og þá fauk vinnuborðið frá lóðinni út á götuna og fyrir aftan bíl björgunarsveitarmannanna.
En þessar hetjur með alveg hreint ótrúlega snöggum handbrögðum tóku skúrinn á götunni í öreindir, komu honum fyrir, í flatpakkningu að hætti Ikea, á öruggan stað. Gengu síðan um allar lóðirnar og settu grjót á eða komu betur fyrir öllum þeim hlutum sem að mögulega gátu fokið.

Ég vil síður hugsa útí það hvernig þetta hefði farið ef að þeirra hefði ekki notið við þar sem að öll svefnherbergin hjá mér snúa í áttina þar sem að allt draslið fauk frá.Shocking
Kæru byggingaraðilar......ekki gleyma þeim sem að fyrir búa í því hverfi þar sem að þú ert að byggja, fylgstu með veðurfréttunum og gerðu viðeigandi ráðstafanir, held að ég sé ekki að krefjast til of mikils.

Takk allir þið sem að vinnið svona óeigingjarn sjálfboðaliðastarf eins og björgunarsveitirnar eru, munum eftir þeim þegar við kaupum jólatréið eða flugeldana nú um hátíðarnar. TAKK TAKK TAKK.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband