3.12.2007 | 19:14
Aldur og börn, greinilega afstætt hugtak hjá sumum.
Ég var að krúsa á milli sjónvarpsstöðvanna áðan og rakst þá á Dr. Phil á skjá einum. Umræðuefnið áhugavert, hvenær er maður of gamall eða of ungur til að eignast börn.
Þarna var kona sem að var að eignast barn 55 ára gömul, já þetta er ekki innsláttarvilla 55 ára gömul. Var barnið í ofanálag getið í tæknifrjóvgun þannig að þetta var ekkert "slys" og hún eistæð í ofanálag. Er hægt að láta sér detta þetta í hug....þegar ég verð 55 ára verður mín yngri dóttir að verða 27 ára gömul. Þegar ég verð 55 ára ætla ég mér að vera frjáls eins og fuglinn, dekstra við barnabörnin, ef ég verð svo lánsöm, taka heiminn með trompi og njóta alls þess sem að lífið hefur uppá að bjóða ÁN þess að vera bundin ungabarni, nema þá að það sé barnabarnið og ég get "skilað" því aftur, ef þið fattið hvað ég á við.
Síðan var þar 13 ára stelpa, sem að hélt að hún vissi allt og taldi sjálfa sig alveg tilbúna til að eignast barn. Halló!!!er ekki allt í lagi, hún er sjálf ennþá bara barn
Hún er búin að vera kynferðislega virk frá því að hún var 12 ára, fyrirgefðu en hvað eru foreldrarnir að spá að umbera þetta. Stúlku greyið var búin að reikna dæmið svo "vel" út að hún taldi sig þurfa að eyða 40$ á mán í bleyjur og 60$ í þurrmjólk og hún sem að fær 6,50$ á tímann fyrir skatt fyrir starf sitt í dýraarðinum. Úfff......segi ég nú bara...allt gerist nú í ameríkunni. Eins gott að vera vel vakandi og ef að dóttir mín eldri verður eins og hún þá er bara 2 ár í að hún fari að sofa hjá....yeah right!!! Nei hey held nú ekki. Sú skal sko fá allan pistilinn x 5 á réttu nótunum þegar að að því kemur.
Alveg með ólíkindum hvað börnum dettur í hug nú til dags.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.