22.11.2007 | 21:37
Þjónustulund bankanna.
Mig langar aðeins að tala um þjónustulund.
Ég veit það með sjálfan mig að oftast sný ég viðskiptum mínum aftur á þá staði þar sem að ég hef fengið góða þjónustu. Ég er nú líka ein af þeim sem að veigra ekki við að kvarta ef að mér mislíkar eitthvað nú eða hrósa og þakka fyrir góða þjónustu þar sem að við á. Enda er hrós mjög hvetjandi fyrir þann sem að hlýtur það, gefur aukinn kraft og metnað í að halda áfram að gera vel, því að hver veit nema að annað hrós bíði handan hornsins. Eflaust eitthvað sem að margir vinnuveitendur mega gera meira af er það að hrósa, því að á endanum skilar það sér til viðskiptavinarins í betri þjónustu því að starfsfólkið er ánægt.
En mig langar að taka út eina atvinnnugrein og bera saman bankana.
Ég var viðskiptum við Íslandsbanka í denn, nú Glitnir. Ég var eins og svo margir aðrir og nýtti mér greiðsluþjónustu bankans. Svo fór nú að bera á því trekk í trekk að ég var að borga símareikning einhverrar konu í Hafnarfirði sem að ég þekki nákvæmlega ekki neitt.
Ekki stóð á því að greiða mér til baka það sem að ég hafði ofborgað en þar sem að ég sá þetta alltaf mánuði á eftir, því að þá berast yfirlitin, þá hafði ég orðið af vaxtatekjum í sumum tilfellum og nú þegar þannig stóð á var ég að borga af hærri yfirdrætti en hefði annars verið. Ég veit að þetta eru ekkert óskaplega margar krónur sem að um ræðir en þetta eru nú mínir peningar sem að ég treysti bankanum fyrir.....það tók mig mörg símtöl og margar vikur að fá þetta til baka en um leið og það gerðist flutti ég viðskipti mín annað.
Þá fór ég í Búnaðarbankann, síðar KB banki nú Kaupþing. Þeir eiga greinilega erfitt með að ákveða nafn á batteríinu. En hvað um það, jú ég fékk alveg frábæra þjónustu, nú allavega til að byrja með. Alltaf varð bankinn stærri og stærri með hverri nafnabreytingunni að og nú er ég meira og minna að tala við eitthvað þjónustuver eða símsvara þegar mig vanhagar um eitthvað. Hvað varð um persónulegu þjónustuna sem að ég fékk í upphafi?? Að ná í þjónustufulltrúann minn er sama sem ógerlegt nema að ég fari í bankann og hreinlega sitji fyrir honum nú og þó svo að ég hitti hann er ekkert víst að eitthvað gerist í málinu. Því að um daginn tek ég eftir því, 4. árið í röð, að fé sem að ég hafði lagt fyrir annarsstaðar í viðb.lífeyrissparnað var ennþá inni á gamla staðnum en ekki flutt yfir til Kaupþings eins og þeir höfðu lofað mér að ganga frá. Því gekk ég á fund þjónustufulltrúa míns og sagði honum frá þessu, eins og ég hafði í raun gert 2.svar á ári þessi 4 ár, þá var ég spurð að því hvort að ég hafi skrifað undir samnig við Kaupþing varðandi viðb.lífeyrissparnað??? DÖ, að sjálfsögðu, þeir vonandi leggja það ekki í vana sinn að láta draga af fólki að því forspurðu. Hún lofaði að líta á málið, ganga frá því og vera í sambandi við mig, þetta var í byrjun október og ég bíð enn eftir símtali frá henni. Það eru nokkri sölumenn eða kynningarfulltrúar frá bankanum búnir að hringja í mig, en enn bíð ég eftir að hún hringi.
Málið er að þegar að svona stofnanir eru orðnar svona stórar og umfangsmiklar er ég ansi hrædd um að maður týnist bara í viðskiptamannaflóðinu, nema að maður eigi stórar STÓRAR summur inná reikningum hjá þeim.
Vegna aðstæðna minna hef ég líka átt í samskiptum við Sparisjóð Mýrasýslu, þar er sko allt annar póll tekinn í hæðina og verð ég að hrósa þeim fyrir framúrskarandi þjónustu. Það er ekkert sem að heitir vandamál hjá þeim. Ég þarf ekki einu sinni að vera innan sama borgarmarka og þær dömur sem að eru þar í "framlínunni", þær hreinlega redda öllu. Eitt símtal og það er alveg sama hvað það er, þá er málinu lokið strax hjá þeim þjónustufulltrúa sem að svarar símanum, ég er ekki að tala við símsvara og ekki send deilda á milli þar sem að hinn og þessi veit ekki svarið við spurningu minni. Ef viðkomandi þarf ráðrúm til að finna lausnir gerir hann það og hringir til baka!!! Það er alltaf gleðileg rödd sem að tekur á móti manni í símanum og ákveðinn ferskleiki í loftinu. Þær eru svo sannarlega starfi sínu vaxnar og hafa metnað í að kynnast og þekkja viðskiptavini sína vel, Skessan mín, Bleika og Skvísa, þið vitið hverjar þið eruð, (vil ekki nafngreina ykkur að ykkur forspurðum)þið eigið hrós skilið fyrir framúrskarandi störf, heiðarleika og góða þjónustulund og allir hinir eru sko ekkert verri.
Mega aðrir taka ykkur til fyrirmyndar, sama í hvaða starfsgrein þeir eru. Ef ég fæ enn eitt yfirlitið þar sem að það staðfestist að ekki sé búið að flytja sparnað minn yfir í Kaupþing veit ég uppá hár hvert ég mun flytja viðskipti mín. Get svo sannarlega mælt með þeim. Lítið krúttilegt útibú í Borgarnesi, af hverju ekki?
Ég sé ekki að það sé hagur neins reksturs að hafa áhugalaust starfsfólk sem að hefur ekki metnað fyrir starfi sínu eða ofhlaðið verkefnum. Ef að vinnustaður er með mikla starfsmannaveltu hlýtur það að gefa til kynna að ekki sé allt með felldu, hvort sem að launin séu skammarleg(sem að þau því miður eru á mörgum starfssviðum), vinnuaðbúnaður, vinnutími ofl ofl. þá hlýtur það að skipta mestu að starfsfólk sé ánægt því að þar liggja mestu verðmæti hvers fyrirtækis.
Er allt í orden á þínum vinnustað??
Athugasemdir
Ég er sammmála þér Eva mín.
Það er fínt að vera bara í gamla litla sparisjóðnum í sveitinni,bara eitt símtal og þú færð eins mikla heimild og þú vilt eða bara hvað vantar þig.
einfaldara getur það ekki verið.
kv Eva
Eva Björk (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.