Gjöfin frá yfirmönnunum---1 size fits MOST!!

Ég er svo ótrúlega heppin með að vera að vinna á alveg frábærum vinnustað og þegar ég segi frábærum þá meina ég FRÁBÆRUM!
Við erum öll frekar frjálsleg í vinnunni og látum yfirleitt allt flakka, svo er nú komið að fyrir rúmum 2 árum sendi ég minn fyrrverandi aftur í endurvinnsluna og varð því aftur ein, lítið hefur verið að gerast í mínum karlamálum síðan þá og voru samstarfsmenn mínir og þá aðallega yfirmenn fyrirtækisins farnir að hafa áhyggjur af karlmannsleysi mínu. (eins og þeir viti hvað ég er að bralla á kvöldin Halo )
Um daginn voru strákarnir mínir, eins og ég vil kalla þá, á sýningu í Þýskalandi og eins og oft vill verða þegar að 16 karlar eru að ferðast saman þá vilja þeir oft "villast" alveg óvart í rauða hverfið í borginni, þá dettur nú einum þeirra í hug að nú væri tilvalið að finna eina gjöf að færa mér, bara af því að ég hefði lengstan starfsaldur í fyrirtækinu.

Þegar heim er komið og fyrsti hádegismaturinn okkar allra saman tekur framkv.stjórinn til máls yfir allan hópinn og segir að þar sem að mér hafi lítið orðið ágengt í karlamálum væru þeir farnir að hafa áhyggjur af því að ég hlyti að vera einmanna heima hjá mér svona kvöld eftir kvöld með engan félagsskap, því hafi þeim dottið það í hug að "færa" mér félagsskap að gjöf.  Í því dregur hann upp úr svörtum poka 7" gúmmífélaga með "boltum" og alles,W00t grey ég sem að var nýbúin að taka mér bita af brauðinu sem að stóð nú kyrfilega fast í hálsinum á mér og gat ég engan vegið komið bitanum niður. Við vorum öll að veltast um úr hlátri og ég að kafna enda stóð allt fast....ég var orðin vel rauð í framan með tárin lekandi niður kinnarnar af hlátri þegar að sölustjórinn veitir því athygli hvað ég væri rauð í framan og tilkynnir öllum að loksins hafi þeir fengið mig til að roðna, nei ég var sko ekki að roðna, heldur var ég að kafna.
En skondnar eru nú þessar lýsingar á umbúðum svona varnings, á þessum stóð 1 size fits MOST!!!
Þannig að daginn eftir bregð ég á það ráð að ganga um eins og ég væri með tunnu í klofinu og sagði svo: "jáááá, nú skil ég af hverju þeir segja 1 size fits MOST á umbúðunum"  Grin

Á flestum vinnustöðum hefði svona húmor verið tekinn sem einelti eða kynferðislegt ofbeldi á vinnustað, en þann dag sem að svona húmor og kátínu er ekki lengur að finna á mínum vinnustað þá fyrst fer ég að hafa áhyggjur. En yfirmenn munið það að það verður að þekkja sitt starsfólk vel áður en svona er látið flakka, því að ekki eru allir einstaklingar eins og þarf mis mikið til að særa blygðunarkennd einstaklings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er alltaf sami neðanbeltis húmorinn í þessu fyrirtæki :D

rosalega hentugt að hafa bolta á þessu....
getur skipt þessu út fyrir hreindýrið á veggnum :D

Bjarni K (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 15:53

2 Smámynd: Eva H.

Já heldur þú ekki að þetta mundi sóma sér betur á veggnum en hreindýrið, ég skal stinga uppá því á næsta starfsmannafundi.

Eva H., 21.11.2007 kl. 16:46

3 identicon

Til hamingju með bloggsíðuna Eva mín

Marðurinn minn sálugi sem titlaður var sölustjóri hja þessu ágæta fyrirtæki sem þú vinnur hjá.

Hafði aðra sögu að segja um ævintýrið í Hamborg, hann sagðis hafa saknaði mín mikið þó sérstaklega þegar hann dvaldi í Hamborg ásamt 16 öðrum íslenskum karlmönnum hann hafði orð á því að til Hamborgar mundum við einhvern tíman fara saman, það hafði verið svo yndislega að eiða kvöldinu á Þýskum bar þar sem dansað voru Þýskir þjóðdansar hann minntist þá á að Þýskar konur væru ótrúlega liðugar. Þegar þeir voru á heimleið komu þeir við í minjagripaverslun og keyptu forlátan sívaling í Þýsku fánalitunum handa henni Evu sinni

Hildur Agnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 10:16

4 Smámynd: Eva H.

Já Hildur mín,
Minjagripaverslanirnar í Hamborg eru greinilega af aðeins öðruvísi toga en Rammagerðin hér í Reykjavík. Er viss um að þið turtildúfurnar eigið eftir að njóta ykkar vel í Hamborg, nú og þá sér í lagi ef að byrjað er á að kíkja í minjagripaverslunina sem að um ræðir, hahaha ;-) og þá átt þú að fá að velja!

Knús til þín og ykkar hinna á skrifstofunni hjá þér.

Eva H., 22.11.2007 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband