Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
14.5.2008 | 09:50
Alltaf er klipið af þeim sem síst meiga
sem sagt hjá láglauna og barnafólki. Nú hlýtur þessi blessaði áliðnaður og fiskerískarlar að una sátt við sitt enda krónan í sögulegu lágmarki. Þessi útflutningur sem að er á hendi svo fárra aðila eru að mala gull. En hvað með okkur öll hin sem að eigum engan kvóta eða ál? Það eru miklu, miklu fleiri sem að mundu hagnast á því að krónan væri sterkari því þá væri innflutningur hagkvæmari og ætti að skila sér í pyngju landsmanna. Til dæmis bændur sem að þurfa að þola óþolandi hækkun á öllu sem að viðkemur þeirra rekstri sem að skilar sér í hærra vöruverði til okkar neytenda. En svo er nú það að alltaf er "erfitt" fyrir heildsalana að lækka sitt verð aftur þegar þeir eru búnir að hækka, nefni bara t.d. olíufélögin. Hvað eru neytendasamtökin og verðlagseftirlitið eiginlega að gera, eða hvað vald hafa þau. Þetta er nú ekki svo stórt þjóðfélag að það ætti nú alveg að vera hægt að taka í rassgatið á þessu liði og flengja all svakalega, nú og ef það vantar lagaheimildir til skulu þessir blessaðir alþingismenn hætta að hugsa um eigin hagsmuni, taka puttana úr nefinu á sér og hreyfa á sér rass%#%& og sjá til þess að eitthvað sé gert í málinu. Eiga þeir ekki annars að vera að vinna fyrir almúgann?
Ég er svo fjúkandi reið að það ríkur úr báðurm eyrunum á mér og væri ekki hissa á að einhver mundi kalla til slökkviliðið bráðum til að kæla mig niður. Ég er búin að fá mig full sadda á þessari spillingu sem að viðhefst hér á landi og svo segja allir: " Ha, spilling, er það? "
Kommon vaknið!!
Bleyjurnar hækkuðu verulega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |