meiri áföll...

Pinch hef ekkert latið á mér kræla síðustu vikur, enda kannski skiljanlegt. Mikið hefur gengið á síðustu vikur.

Fyrst lenti bróðir minn í því óláni að hrapa 15 metra til jarðar í vinnunni sinni. Er það kraftaverk að sönnu að hann skuli í raun "ganga heill" frá þessu. Hann tví-hryggbraut sig, 6 rifbein öðrum megin brotnuðu, bráðgaði mjaðmargrindina, og lærbrotnaði við þetta fall. Það vantar enga kafla í manninn og ekki er hann lamaður þannig að maður þakkar Guði fyrir þetta lán.

Svo kom að Barcelona ferðinni......held að maður segi sem minnst um hana nema að hún var alveg hryllilega skemmtileg, mikið rosalega er mikið um pöbba og skemmtistaði í Barca er eina sem að ég mun láta uppi um þessa ferð hér inni......tær snilldarferð.Whistling

Þann 16. ákvað ég að fara með skvísurnar mína á skauta upp í Egilshöll. Í stuttu máli sá ég um að detta fyrr okkur allar. Ég er sem sagt með 2 dökkblá hné og úlnliðsbrotin í þokkabót. Já takk, þegar ég fékk gifsið um kvöldið þá var það sett of fast á mig sem að olli þessum þvílíku verkjum. Ég vaknaði um miðja nótt með kaldan svita rennandi niður ennið. Hringt var á leigubíl í snatri til að koma mér upp á spítala. Svo þjáð var ég að ég hreinlega barðist við að halda meðvitund. Þegar á spítalann var komið þýddi lítið annað en að gefa mér morfín og bólgueyðandi ásamt ógleðisstillandi, þarna skalf ég og nötraði eins og hrísla á meðan að læknirinn tók af mér gifsið sem að hafði verið sett á allt of þröngt og brúnin á gifsinu lá á brotna beininu. Þarna lá ég inni til kl 7:30 um morguninn. Á einhverjum tímapunkti í þessu fáti öllu týndi ég lyklakippunni minni og er hún enn ófundin. Ég var send heim með teygjusokk á höndinni á meðan að bólgulyfin færu að virka. Síðar um kvöldið þá hringdi ég aftur í sama lækninn og hafði sinnt mér til að fá frekari fréttir af myndunum. Hann sagði mér að koma mér aftur uppeftir til að fá gifs að nýju. Hér sit ég því og reyni að pikka eftir bestu getu.

Þar til næst, farið varlega elskurnar.


Bara vel sátt

Fimm mánaða Eurovision maraþoni er loks lokið ( eða þar til í mai ). Rúv kann sko að teygja lopann, en oft munaði nú mjóu að lopinn slitnaði svo langdregið var þetta á köflum.Sleeping

Sigurlagið er nú bara nokkuð gott og eru alveg mjög frambærilegir og pro söngvarar þar á ferð sem að eiga áreiðanlega eftir að standa sig með miklum sóma. Happy

Þarna var nú samt að finna mjög misjöfn lög.Sick Þarna var að finna lag sem að best hefði átt heima í þessari keppni fyrir rúmum 20 árum síðan að mig minni að lagið hafi heitið Hvað var það sem þú sást í honum.....ég sá nú bara ekkert í þessu lagi kannski fyrir 20 árum síðan en ekki í þessari samtíð.

Dr. Spock voru náttúrulega bara snillingar á sviðinu...og það að láta rafstýrðan gulan uppþvottahanska krúsa um á sviðinu var tær snilld ásamt því að syngja á serbnesku. Það hefði nú verið svakalega forvitnilegt ef að þeir félagar hefðu komist út í aðalkeppnina, eitthvað sem að ég hefði nú alveg verið til í að sjá og kannski þá sérstaklega að sjá hverju þeir félagar mundu taka uppá...Tounge...kannski  hefðu þeir dreift gulum uppþvottahönskum í stað smokka til að stuðla að hreinlæti á heimilum eða í stjórnmálum. Devil

Lagið með Ragnheiði Gröndal var kannski ekki Eurovision lag en engu að síður afskaplega flott enda ein af færustu söngönum landsins þar á ferð.

Svo er það Hey hey ho ho eitthvað.... ætti kannski að hafa heitið Ha hahahahaha, eftir þennan flutning sem var bara hreint út sagt hræðilegur.Pinch
Grey söngkonan ég beinlínis sökk í sófann ég skammaðist mín svo mikið og vorkenndi grey stelpunni um leið. Hún náði nú aðeins að rífa sig upp í lokin en byrjunin var ömurleg, hún söng allavega einni tóntegund neðar en í td. útvarpsútgáfunni. Þetta lag er nú alveg ágætt í útvarpinu en live var þetta bara alls ekki nógu gott, að mínu mati. WounderingKannski að henni vanti bara aðeins meiri reynslu og æfingu í reynslubankann sinn. Ég vona að hún láti þessa frammistöðu ekki draga úr sér kjark og haldid áfram að æfa sig, því jú æfingin skapar meistarann.Smile


mbl.is Eurobandið fer til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgir fjarstýringin með....

hahaha.....hef ekki heyrt annað eins í háa herrans tíð. Svo er það spurningin að ef að útvarpsbylgjur rofna eða truflast, svona eins og gerist heima hjá manni stundum, hvað gerist þá? Fær fjársjóðurinn að góssa bara si svona.

Nei, ég bara spyr.


mbl.is Fjarstýrðar sáðfrumur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíllinn...taka 2

Jæja kæru vinir. Búin að vera arfa slök á blogginu síðustu vikur og í raun ekki kveikt á tölvunni á kvöldin eftir vinnu.

En ég varð samt að deila þessu með ykkur. Ég sagði ykkur frá því um daginn að bíllinn fór "að bremsa"....og ég rauk af stað og lét skipta um klossa því að svo virtist sem að þeir hefðu hrokkið af sínum stað og sátu fastir við diskinn. En svo fór hann að láta svona aftur á föstudags eftirmiðdag þegar ég var á leið heim úr vinnu. Eftir bollaleggingar með vinnufélaga mínum ákvað ég eftir hans tilmælum að hringja í Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur sem að staðsett er í Bæjarflötinni í Grafarvogi.  Bjóst nú við að mín mundi bíða einhver bið þar til að þeir kæmu bílnum inn til viðgerðar. En nei ekki málið, ég mátti bara koma með hann strax á mánudagsmorgun, enda væri bíllin svo að segja óökufær í þessu ástandi og ekki má maður vera bíllaus í langan tíma.

Og það sem að toppaði þetta allt var það að þeir tóku ekki einu sinni allan daginn til að gera við hann. Það þurfti að skipta um eitthvað dót í bremsudælunni, hreinsa bremsurnar og svo lét ég smyrja bílinn í leiðinni.

Nú er bíllinn bara eins og nýr bíll. Frábær þjónusta sem að óhætt er að mæla með.


Marg borgar sig að kunna fyrstu hjálp!

Það sýnir sig og sannar að það er nauðsynlegt að kunna fyrstu hjálp enda geta hárrétt viðbrögð fystu 60 mínúturnar skipt sköpum. Greinilega aldrei of snemmt né of seint að kenna réttu handbrögðin ( viðbrögðin ) þegar að mikið liggur við.

Hrós til ykkar feðgar.


mbl.is Bjargaði eiginkonu í hjartastoppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ratar ekki í fréttirnar ?

Það sem að fræga fólkið þarf að (ekki) gera til að komast á síður blaðanna. Það er nú reyndar löngu vitað að grey Viktoria er athyglissjúk, hæfileikalaus söngkona. En samt er maður alltaf jafn vitlaus og les um ruglið í kringum hana og Paris Hilton sem að er jafn athyglissjúk.Errm
mbl.is Viktoría með nýtt tattú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning hvort að karlarnir hafi ekki gefist uppá henni??

Það gæti nú alveg verið séns að svo væri. Athyglissjúk glyðra sem að gerir allt til að fá umfjöllun. Svo víða hefur manneskjan "farið" að það hálfa hefði verið óþarfi. Hvernig stendur eiginlega á því að henni helst ekki karlmaður......hlýtur að vanta nokkra kafla í hana og að "forsíðan" standi ein og stök og ekkert innihald í henni. ( Svona allavega miðað við hvað pressan skrifar um hana)


mbl.is París uppgefin á karlmönnum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nóg komið að þessu roki, plís.

Ég er gjörsamlega komin með nóg af þessu sk%%aveðri.

Ég legg það til að við losum þetta sker okkar af hafsbotni, skellum í það dráttartaugar og látum allan bátaflota Íslendinga draga okkur suður um höf. Grin

Mundum við ekki til dæmis ekki sóma okkur vel sem 8. eyjan hjá Kanarýeyjum?  Við gætum kallað okkur Isla de Sol, eða sólareyjan.


mbl.is Fjölmörg útköll vegna foks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misnotkun valds

Sorglegt þegar að sjúkir einstaklingar vegna áfengis og vímuefna, fara í meðferð í von um hjálp o ná tökum á vandanum þurfa síðan í staðin að glíma við enn eitt áfallið í sínu lífi. Það verður forvitnilegt að sjá hvaða dóm maðurinn fær ef hann verður dæmdur sekur. Því að ef svo er, er þetta mjög alvarlegur glæpur gagnvart varnarlausum einstaklingum sem að sýndu manninum traust.


mbl.is Ákærður fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peninga-PLOKK

Okkur mæðgum datt það í hug, eftir að hafa orðið frekar latar eftir leik Íslendinga og Þýskalands á EM,  að ná okkur í mat á Nings, Kópavogi.Ég skelli mér á netið til að kíkja á matseðilinn sem að var mjög aðgengilegur og skýr og príddu margir girnilegir réttir síðuna.Okkur leist strax vel á tilboð no. 2. Djúpsteiktar rækjur, núðlur, kjúklingaréttur og svínakjötsréttur.....nammi namm. SmileHerlegheitin áttu að kosta kr. 2.490,- fyrir 2. En svo er nú það að ég er með ofnæmi fyrir rækjum þannig að mér datt í hug á fá djúpsteiktan kjúkling í staðinn (ATH.svoleiðis kjúlla er að finna á matseðlinum.) Spurði ég herrann sem tók pöntunina í símanum hvort að ekki væri hægt að skipta út rækjunum fyrir kjúlla. Jú það hélt hann nú EN það kostar 300 kr pr. mann að breyta tilboðinu. Bíddu, ég sé ekki alveg rökin í því. Rækjur eru dýrari en kjúklingur. Það er heldur ekki eins og þeir hafi verið að sér gera svona kjúkling bara fyrir mig þar sem að þeir bjóða uppá svona kjúkling á matseðlinum. Þetta fannst mér algjört RÁN. Þannig að máltíð sem að átti að kosta 2.490,- kostaði á endanum 3.090,- fyrir ódýrara hráefni en nákvæmlega sama magn. Svarið sem að ég fékk var: “ Það kostar að breyta tilboði, 300 kr pr mann.”Aldrei hef ég verið rukkuð fyrir það á Dominos fyrir að skipta einu áleggi fyrir annað á tilboðs pizzu. Aldrei hef ég heldur verið rukkuð fyrir að skipta út piparsósu fyrir sveppasósu á steikhúsi. Aldrei hef ég verið rukkuð fyrir að skipta út hunangssinnepssósunni á Friday’s og fengið kokteilsósu í staðinn, þó að tilboðið á barnamatseðlinum segir að H-sinnepssósan eigi að vera með.Manni hreinlega blöskrar þetta. Eitt sem víst er ég mun ekki koma til með að panta mat þarna í bráð sem að er eiginlega sorglegt því að maturinn var góður og ekkert yfir honum að kvarta. Held að þeir mættu aðeins hugsa sinn gang varðandi gjaldtöku hjá sér. Því að ekki er þetta ódýrasti veitingastaðurinn á landinu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband